Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
er að Guðfríður mín?“ spurði ég. „Hvað er að“. hafði hún upp
eftir mér, „það er nú meira en lítið að, honum Lofti hlekktist
á í lendingunni og drap af sér alla mennina.“ Ég leiddi hana
inn til mín og þar lagðist hún fyrir. Litlu seinna kom einnig til
mín ung stúlka, Björg, dóttir Guðmundar á Hellu, faðir
hennar og Dagóbert mágur hennar voru báðir á bátnum sem
fórst.
Magnús Ólafsson í Fáskrúð á Hellissandi var unglingur
þegar þetta gerðist. Þennan vetur átti hann að róa með Lofti
og var það hans fyrsta vertíð. Þennan umrædda morgun sagði
Loftur formaður við hann: „Magnús minn, þú skalt fara yfir til
hans Olgeirs, hann vantar mann, ég sé að hann Guðmundur á
Hellu er að koma, ég ætla að lofa honum að vera með. honum
mundi líklega leiðast að sitja í landi í dag gamla manninum.“
Magnús gerði þetta og það varð honum til lífs.
Guðmundur var búinn að vera formaöur í Ketlavík í marga
áratugi. Hann hafði alla tíð verið mjög farsæll. hjá honum
hafði varla svo mikið sem brotnað ár, en nú var hann kominn
á efri ár og hættur formennsku. Hann átti hjall hérna niður á
bakkanum og þar var hann oft að dunda. Þegar kalt var í veðri
kallaði ég stundum í hann og bauð honum kaffisopa og ég man
að einu sinni sagði hann við mig: „Já, ég er nú hættur for-
mennsku, og mér hefir alla tíð gengið vel, nú ætla ég bara að
fara hérna framfyrir á kænunni minni á sumrin þegar best og
blíðast er. Samt held ég að ég eigi eftir að drukkna, en það get
ég sagt þér, að ekki verður það á mínum fjölum eða undir
minni stjórn.“ í þessu reyndist hann sannspár.
Ennþá voru tveir bátar ólentir, það voru þeir Elímundur og
Olgeir á Risabjörgum, en nokkru seinna sá ég hvar þeir vinda
upp seglin og sigla hér uppundir Kórinn sem svo er kallaður,
hérna beint framundan húsinu, þar fella þeir seglin og láta
nrenn sina hetja róður inn með ströndinm. En þeir sem í landi
voru vildu ekki að þeir tækju lendingu í Keflavík, vegna þess
að báturinn sem fórst var þversum í lendingunni, það var því
ekki hægt að lenda þar og þeir máttu ekki vera komnir það
nærri að ekki væri svigrúm til þess að snúa við.