Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 29

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 29
BREIÐFIRÐINGUR 27 Pabbi kom með járnkarl og spennti upp fyrstu rimina. Þar sást engin Branda. Trýna fylgdist með hverju handtaki og mjálmaði og barmaði sér. Þegar síðustu rimlarnir höfðu verið spenntir upp sást á afturenda Bröndu. Hún hafði troðið sér inn í holu í garðanum og var föst þarna. Trýna var ekki sein á sér að hjálpa dóttur sinni út úr holunni. Hún var hin hressasta sú litla, aðeins moldug um hausinn. Trýna var svo glöð og fagn- aði svo vel barni sínu að við stóðum þarna orðlaus. Þegar pabbi var búinn að setja niður grindurnar og kominn út, fór Trýna til hans og nuddaði sér mjálmandi utan í fætur hans. Það var eins og hún væri að þakka honum fyrir greiðann. Hann meðtók þakklæti hennar af næmum skilningi. Strauk henni og talaði hlýlega til hennar. Branda varð fljótt kát og hress en mikið þurfti Trýna að passa hana eftir þetta. Hún fylgdi henni eftir hvert sem hún fór. Margar sögur mætti segja af vitsmunum Trýnu. Mynd hennar er enn ljóslifandi í minningunni. Þó hálf öld sé liðin frá leikjum okkar í Mávahlíð. Þegar við Trýna vorum tólf ára, var sköpum skipt. Ég stelpugopinn áhyggjulaus og fleyg eins og fuglinn og réði mér varla fyrir æskugalsa, en Trýna, kötturinn, hálfblind og heyrnarsljó. Það átti við hana sem Jón Helgason segir: „Já, ósköp er kattlífið dapurlegt“. Nú var farið að tala um að stytta ævistundir gömlu Trýnu, en það máttum við syst- urnar ekki heyra. Okkur var sagt að bráðum yrði hún ellidauð. Það var einn dag um haustið að við systur áttum að fara út á Rif að sækja hesta. Finnum við þá Trýnu dauða niður við gil- fjörur. Okkur varð bilt við en ákváðum þó strax að jarða hana. Fórum við og sóttum okkur reku og strigapoka. Bárum við hana á milli okkar suður í Melaskörð. Þar grófum við gröfina hennar Trýnu. Ofan á settum við fallegan stein. Við stóðum þarna hljóðar og þurrkuðum okkur um augun. Trýna hafði verið svo góður vinur okkar. Við vissum að hún var einlægari og tryggari en mörg manneskjan. Svo mikið var lífið búið að kenna okkur, þó við værum ungar að árum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.