Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
tveimur básum. Par var fullorðin kýr og kálfur. Tveir hestar
voru þarna.
Ég veit ekki hve margar kindurnar voru, en það hefur víst
ekki verið neinn fjöldi. Þetta var allt hvað eftir öðru.
Blessuð gamla konan tók svo miklu ástfóstri við mig, að hún
mátti varla af mér sjá.
Mér leiddist alveg óskaplega en ég vorkenndi konunni af
því að ég hafði heyrt að börnin hennar hefðu verið tekin af
henni, þegar hún missti mann sinn, einnig það yngsta, sem var
á brjósti. Þeim var skipt niður á bæina. Munu þau hafa verið
átta talsins. Þetta var ekki einsdæmi á þessum tímum. Sagt var
að hún hefði orðið hálf undarleg eftir þetta, og mun hún aldrei
hafa jafnað sig að fullu. - Einkum bar hún þungan hug til
hreppstjórans. Ef hann kom, fannst mér barninu, sem hún
yrði hálftryllt og eldur brynni úr augum hennar. Hún sagði
alltaf að þetta hefðu verið hans ráð, og það ætti eftir að fara illa
fyrir honum, þótt seinna yrði. Það skeði svo eitt sumarið, sem
ég var þarna að konan hans datt af hestbaki og náði sér aldrei
eftir það. Einnig missti hann uppkominn son sinn, þegar verið
var að grafa fyrir nýju íbúðarhúsi. Eitthvað var rætt um að e.
t. v. væri þetta álög. Ég skildi nú ekki þá við hvað var átt, en
síðan hefur mér dottið margt í hug. - Það ber ekki allt upp á
sama daginn. Já, ég vorkenndi þessari konu mikið því ég fann
að henni þótti svo undur vænt um mig, en ég gat ekki fengið
mig til að segja neinum hvað mér leiddist þarna, svo ég var
lánuð þangað þrjú sumur í röð. Ég gleymi aldrei hvað gamla
konan grét, þegar hún kvaddi mig síðast. Hún vissi vel að hún
myndi ekki fá mig aftur. Ég man að hún sagði í sífellu: „Það er
ekkert við þessu að segja, það er ríkara eign en umboð.“
Það var ókunnugur maður, sem eitt sinn sagði mömmu frá
því að hann hefði hitt mig kl. tvö um nótt. Þá hefði ég verið að
reka stóð úr túninu, og verið komin lengst niður í flóa. Á
þessum tíma voru tún almennt ógirt og þurfti að verja þau
allan sólarhringinn. Þá var nú farið að athuga málin heima.
Margt fleira mætti segja um þennan tíma en ég ætla að
sleppa því. Gömlu manneskjurnar voru aldrei vondar við mig.