Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 43

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 43
BREIÐFIRÐINGUR 41 tveimur básum. Par var fullorðin kýr og kálfur. Tveir hestar voru þarna. Ég veit ekki hve margar kindurnar voru, en það hefur víst ekki verið neinn fjöldi. Þetta var allt hvað eftir öðru. Blessuð gamla konan tók svo miklu ástfóstri við mig, að hún mátti varla af mér sjá. Mér leiddist alveg óskaplega en ég vorkenndi konunni af því að ég hafði heyrt að börnin hennar hefðu verið tekin af henni, þegar hún missti mann sinn, einnig það yngsta, sem var á brjósti. Þeim var skipt niður á bæina. Munu þau hafa verið átta talsins. Þetta var ekki einsdæmi á þessum tímum. Sagt var að hún hefði orðið hálf undarleg eftir þetta, og mun hún aldrei hafa jafnað sig að fullu. - Einkum bar hún þungan hug til hreppstjórans. Ef hann kom, fannst mér barninu, sem hún yrði hálftryllt og eldur brynni úr augum hennar. Hún sagði alltaf að þetta hefðu verið hans ráð, og það ætti eftir að fara illa fyrir honum, þótt seinna yrði. Það skeði svo eitt sumarið, sem ég var þarna að konan hans datt af hestbaki og náði sér aldrei eftir það. Einnig missti hann uppkominn son sinn, þegar verið var að grafa fyrir nýju íbúðarhúsi. Eitthvað var rætt um að e. t. v. væri þetta álög. Ég skildi nú ekki þá við hvað var átt, en síðan hefur mér dottið margt í hug. - Það ber ekki allt upp á sama daginn. Já, ég vorkenndi þessari konu mikið því ég fann að henni þótti svo undur vænt um mig, en ég gat ekki fengið mig til að segja neinum hvað mér leiddist þarna, svo ég var lánuð þangað þrjú sumur í röð. Ég gleymi aldrei hvað gamla konan grét, þegar hún kvaddi mig síðast. Hún vissi vel að hún myndi ekki fá mig aftur. Ég man að hún sagði í sífellu: „Það er ekkert við þessu að segja, það er ríkara eign en umboð.“ Það var ókunnugur maður, sem eitt sinn sagði mömmu frá því að hann hefði hitt mig kl. tvö um nótt. Þá hefði ég verið að reka stóð úr túninu, og verið komin lengst niður í flóa. Á þessum tíma voru tún almennt ógirt og þurfti að verja þau allan sólarhringinn. Þá var nú farið að athuga málin heima. Margt fleira mætti segja um þennan tíma en ég ætla að sleppa því. Gömlu manneskjurnar voru aldrei vondar við mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.