Breiðfirðingur - 01.04.1985, Qupperneq 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
Eitt sinn kom gamla konan að mér grátandi. Ekki kom það
oft fyrir að ég gæti ekki passað að hún sæi ekki, þegar illa lá á
mér. Einhvernveginn tók hún það svö, að ég hálfkviði fyrir að
fara frá henni. Kannski var það hennar óskhyggja. Sann-
leikurinn var hins vegar sá, að ég hlakkaði óstjórnlega til að
fara heim daginn eftir þetta, því þá var réttardagurinn. Þetta
leiðrétti ég aldrei, en sagði mömmu þó loks það rétta, þegar
hún fór að ganga á mig.
Næsta sumar skyldi breyta til. Mamma sagði að ég þyrfti að
komast á heimili þar sem ég lærði eitthvað fleira en að reka
stóð fram á nætur. Ég var orðin tólf ára og nú var beðið um mig
til sumardvalar fram í Breiðafjarðareyjar. Ear varð síðan um-
gjörð lífs míns í sex sumur. Auðvitað var ég í skóla að vetrin-
um.
Ég unni vori og gróanda. Já, það væri gaman að rifja upp
fyrstu ferðina í sveitina mína, sem ég kalla svo, þótt langt sé nú
síðan og mikið vatn hafi til sjávar runnið.
Húsbóndi minn tilvonandi var í kaupstaðarferð eins og það
var kallað, ásamt nokkrum bændum innan af Skarðsströnd.
Hverjir það voru, man ég ekki lengur, nemaégman eftir Finni
á Geirmundarstöðum. Fararskjótinn var skipið, er svo var
kallað. Þetta var stærsti báturinn á eynni, sem var notaður í
ferðalög og alla flutninga, því oft þurfti að fara í flutninga-
ferðir í eyjunum. Þetta var nokkru áður en vélar komu al-
mennt í báta. Þá var annað hvort róið eða siglt.
Það var stillilogn í þessari ferð. Aldrei var hreyft segl alla
leiðina inn í Rauðseyjar. Ég hafði aldrei fyrr á sjó komið og
var heilsan eftir því. Ég gubbaði mestalla leiðina, eða ég lá
eins og dauður hlutur aftur í skut. Mér fannst þessi leið aldrei
ætla að taka enda, en um kvöldið komum við samt í Rúfeyjar,
en þær eru næsta byggð eyja við Rauðseyjar. Þangað var ferð-
inni heitið. í Rúfeyjum var okkur aldeilis tekið tveim
höndum. Þær móttökur eru greiptar í barnsminni mitt enn
þann dag í dag, þótt liðin sé hálf öld síðan og lengra þó.
Þegar við vorum lent í vörinni, varð mér litið heim að
bænum. Stóð þá ekki allt heimafólkið í röð fyrir framan bæjar-