Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 47

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 47
BREIÐFIRÐINGUR 45 síðast var hægt að taka allt, sem þá var eftir. Þá voru ungarnir orðnir fleygir, og var síðasta leitin kölluð hroðaleit. Mér fannst gaman í góðu veðri að vinna við þetta og oft var glatt á hjalla. Heim var haldið að kvöldi með fulla poka af æð- ardún og fullar fötur af æðar- og svartbakseggjum. Allir dauð- uppgefnir, því mörg voru sporin, sem búið var að ganga yfir daginn. Síðan voru soðnir fullir, stórir pottar af æðareggjum daglega, til þess að nýta þennan góða mat. Síðan var versta verkið eftir, en það var að hreinsa dúninn. Pá var allt hand- hreinsað, en seinna komu vélar og tóku ómakið af konunum. Það var eftir að ég fór úr eyjunum. Ég sá þær aldrei. Dúnhreinsunin var bæði erfitt og sóðalegt verk, en það varð að gerast. Maður var í þessu tvær til þrjár vikur að vorinu. Var þetta kallað að krafsa dúninn. í stuttu máli sagt var það gert með þeim hætti, að dúnvisk var hituð í stórum potti á hlóðum, í sérstökum kofa, sem til þessa verks var ætlaður. Það var svo krafsað. Hitun dúnsins var vandaverk. Það gerði alltaf sama konan öll árin, sem ég var þarna. Hún var sótt langar leiðir, annað hvort í hinar eyjarnar, eða upp á land, rétt eins og um ljósmóður væri að ræða. Þetta þótti svo mikið ábyrgðarstarf, því ekki mátti dúnninn ofhitna. Stór grind var reist upp á ská við þilið. Svo höfðum við í höndum litla fjöl með gati fyrir hendina, sem hélt dúnviskinni, er maður krafsaði í það og það skiptið. Þessi litla fjöl var nefndfantur. Þetta gat orðið spenn- andi, því það vildi alltaf skapast nokkur metnaður milli þeirra, er unnu við dúninn. Það var alltaf viktað frá hverri stúlku á kvöldin og kaus maður heldur að vera þar ofarlega á blaði. Gamla konan sem hitaði dúninn var alltaf kölluð Gunna Torfadóttir. Hún var nokkuð forneskjuleg að okkur fannst, unglingunum, en með afbrigðum var hún húsbóndaholl. Þegar við vorum að gera að gamni okkar á kvöldin, þá var alltaf viðkvæðið hjá henni: „Þið látið ekki svona á morgnana, hróin mín, komist aldrei á fætur.“ Þetta var þó ósanngjarnt, því við vorum alltaf komnar á fætur klukkan sjö á morgnana. Ég er viss um að hún hefði helst viljað að við færum á fætur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.