Breiðfirðingur - 01.04.1985, Qupperneq 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
síðast var hægt að taka allt, sem þá var eftir. Þá voru ungarnir
orðnir fleygir, og var síðasta leitin kölluð hroðaleit.
Mér fannst gaman í góðu veðri að vinna við þetta og oft var
glatt á hjalla. Heim var haldið að kvöldi með fulla poka af æð-
ardún og fullar fötur af æðar- og svartbakseggjum. Allir dauð-
uppgefnir, því mörg voru sporin, sem búið var að ganga yfir
daginn. Síðan voru soðnir fullir, stórir pottar af æðareggjum
daglega, til þess að nýta þennan góða mat. Síðan var versta
verkið eftir, en það var að hreinsa dúninn. Pá var allt hand-
hreinsað, en seinna komu vélar og tóku ómakið af konunum.
Það var eftir að ég fór úr eyjunum. Ég sá þær aldrei.
Dúnhreinsunin var bæði erfitt og sóðalegt verk, en það varð
að gerast. Maður var í þessu tvær til þrjár vikur að vorinu. Var
þetta kallað að krafsa dúninn. í stuttu máli sagt var það gert
með þeim hætti, að dúnvisk var hituð í stórum potti á hlóðum,
í sérstökum kofa, sem til þessa verks var ætlaður. Það var svo
krafsað. Hitun dúnsins var vandaverk. Það gerði alltaf sama
konan öll árin, sem ég var þarna. Hún var sótt langar leiðir,
annað hvort í hinar eyjarnar, eða upp á land, rétt eins og um
ljósmóður væri að ræða. Þetta þótti svo mikið ábyrgðarstarf,
því ekki mátti dúnninn ofhitna. Stór grind var reist upp á ská
við þilið. Svo höfðum við í höndum litla fjöl með gati fyrir
hendina, sem hélt dúnviskinni, er maður krafsaði í það og það
skiptið. Þessi litla fjöl var nefndfantur. Þetta gat orðið spenn-
andi, því það vildi alltaf skapast nokkur metnaður milli þeirra,
er unnu við dúninn. Það var alltaf viktað frá hverri stúlku á
kvöldin og kaus maður heldur að vera þar ofarlega á blaði.
Gamla konan sem hitaði dúninn var alltaf kölluð Gunna
Torfadóttir. Hún var nokkuð forneskjuleg að okkur fannst,
unglingunum, en með afbrigðum var hún húsbóndaholl.
Þegar við vorum að gera að gamni okkar á kvöldin, þá var
alltaf viðkvæðið hjá henni: „Þið látið ekki svona á morgnana,
hróin mín, komist aldrei á fætur.“ Þetta var þó ósanngjarnt,
því við vorum alltaf komnar á fætur klukkan sjö á morgnana.
Ég er viss um að hún hefði helst viljað að við færum á fætur