Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 50

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 50
48 BREIÐFIRÐINGUR entust í viku. Við vorum venjulega sex, en stundum fleiri. Matarbirgðirnar voru m. a. fullar fötur af soðnum graut, mörg brauð, harðfiskur, smjör, álegg, súrt slátur, ef til var, alltaf súr selur og súr selsvið. Þá var og soðinn fugl, eða nýtt selkjöt og spik. Ein konan í hópnum var nefnd ráðskona. Hún hitaði kaffi og þess konar. F>á var enn við lýði sá gamli siður að borða þrímælt, eins og það var nefnt. - Ég man vel að alltaf hafði maður góða matar- lyst. Margt spaugilegt gat komið fyrir í útilegunum, þótt ekki verði það tíundað hér. Heyskapurinn hélt áfram þar til búið var að slá allar eyjar og hólma, sem nokkurt strá var á. Það var þreytt fólk, sem kom heim á laugardagskvöldum. Það var eina nóttin í vikunni, sem við gátum sofið heima í rúmunum okkar. Það þótti okkur hátíð, líklega svona álíka og unglingum finnst nú að sofa í tjaldi í útilegu eina og eina nótt að gamni sínu. Svo mætti vel segja nokkuð frá því, er við gerðum okkur til skemmtunar á sunnudögum. Þá var laugardagurinn ekki orð- inn frídagur eins og síðar varð. Þetta var vissulega fábreytt skemmtanalíf. Oft fannst mér líka ég finna til innilokunar- kenndar vegna þess, að aldrei gat maður hreyft sig neitt af eyj- unni nema á bát. Það þótti líka óþarfi hálfgerður, sem það auðvitað var. Það var helst að við fórum í útreiðartúra, því að alltaf var landólkið boðið og búið til að lána eyjafólkinu hesta, þegar það kom í land. Stundum var farið til kirkju, stundum í berjaferðir. Svo kom fyrir að ungmennafélagið hélt skemmt- anir, það var samt sjaldan, einu sinni eða tvisvar á sumri - og þótti nóg. Þá var dansað í ágætu, stóru steinhúsi að Búðardal á Skarðsströnd. Spilað var á eina litla harmoniku. Allt var þetta ósköp saklaust og blátt áfram, en allir skemmtu sér af hjartans lyst. - Mér finnst allar skemmtanir í dag blikna við samanburðinn, þótt nóg sé af tískutildrinu utan um hvaðeina. Þetta er allt liðin tíð. Nú eru eyjarnar mínar allar í eyði, eða svo má það heita. Ég á bágt með að trúa að þær eigi ekki eftir að komast aftur í byggð, en þó er ekki gott að segja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.