Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 75
BREIÐFIRÐINGUR
73
Heimildaskrá fyrir utan eigin minningar:
1. Kennslufræðiritgerð eftir Ástu Gunnarsdóttur Árbæ Stöðvarfirði.
2. Úr sögu Hjarðarholtsskólans eftir Pórð Kristleifsson.
3. Sigtryggur Jónsson hreppstjóri Hrappsstöðum, Laxárdal. Bréf til Einars
Kristjánssonar.
4. Þórhallur Ólafsson fyrrverandi héraðslæknir í Búðardal, Dalasýslu.
Munnlega.
5. Óskar Sumarliðason Búðardal, Dalasýslu. Munnlega.
6. Kristján Einarsson bóndi Höskuldsstöðum, Dalasýslu. Munnlega.
Eftirmáli
Það hefur að sönnu alltaf frá því að ísland byggðist verið víða
þröngt í búi og það sérstaklega þar sem engin hlunnindi voru.
Þar sem vesaldómurinn var tilfinnanlegastur, sem auðvitað
var alltof víða, þar var það yfirleitt ákveðið að bókvitið yrði
ekki látið í askana. En bókhneigða fólkið var þó oftast á ann-
arri skoðun. Þegar eg var unglingur og það fram yfir 1940 var
yfirleitt hjá öllu fátæku fólki bara hálfgerður sultur. Oft voru.
börnin mörg, en skepnur fáar. Þegar vetrarforðinn var búinn,
þá var víða ekki um aðra fæðu að ræða en mjólkina úr kúnum.
Þessi fátækt setti svip sinn á fólkið á margan hátt. Klæðnaður-
inn bar líka með sér fátæktarblæinn og margt fleira.
Vorið 1913 fór eg fyrst til sjós á skútu, sem kallað var, á
handfæraveiðar. Hafði varla séð pening áður. Mér gekk vel að
ná í fiskinn og fyrir hann fékk eg peninga til að borga skóla-
haldið í Hjarðarholti.
Eg kynntist því að það voru sumir skólapiltarnir í Hjarðar-
holti, sem ekki voru vel búnir. Þeir lögðu tveir saman í rúm-
fatnaðinn. Það voru alltaf tveir í rúmi. Pilturinn sem svaf hjá
mér, Jóhannes úr Kötlum, hafði ekkert til að leggja af
mörkum í rúmfatnaðinn. Hann svaf hjá mér í tvo vetur, þó
rúmfatnaður minn væri lítilfjörlegur.
Eg var oft var við það í mínu byggðarlagi, að það kom oft
fyrir að ungt fólk komst ekki í skóla vegna peningaleysis. Nú
er þetta orðið breytt, sem betur fer. Þegar unga fólkið heyrði