Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 127

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 127
BREIÐFIRÐINGUR 125 Fremrigrund. Vestan við hann á milli hans og Skipatanga er Bœjarvík. í hana um túnið rennur Bæjarlækurinn. Upp af Bæjarvík neðan túns heitir Túnfótur vestan við hann er Sauð- húsholt. Niður með öllum Túnfæti að vestan, allt ofan frá túni sjást leifar af mjög fornri garðhleðslu (gamall vörslugarður?). í Túnfæti rennur kaldavermslulind, á upptök sín ofarlega í túninu, þornar ekki. Parna var á vetrum sauðfé og hestum vatnað. Jafnan nefnd Lindin. Mýrin á milli Túnfótar og Bæjarvíkur heitir Veita, þar var dágóð torfrista enda mikið notuð. Vestan við Bæjarvíkina er Skipatangi, út af Skipatanga er langt og lágt þangsker, sem fer í kaf um hálffallinn sjó og heitir Dyrasker. í klettana gengt naustum í Skipatanga er skarð og frá bænum séð ber Dyraskerið í skarðið. Út af Skipatanga eru tveir samliggjandi klettahólmar \ axnir töðu- og melgrasi, á þeim stærri standa hlunnindavörður (eða vörður til að fæla vargfugl). Par er dálítið varp. Þessir hólmar nefnast jafnan einu nafni Stóra-Góða. Nokkru vestar er varp- laust, gróðurlaust bungulagað, lítið klettasker. Það er Litla- Góða. Hún fer að mestu í kaf um stórstreymi. Fram og vestur af Skipatanga er stór og hár grashólmi með mjög háu klettariði að norðvestan og norðan, en mun lægri austantil, sá hólmi heitir Fótbaldur. Hann er austanvert við Fótbaldurssund sem er í mynni Djúpafjarðar. Lágt grjótrif tengir Fótbaldur við vesturenda Skipatanga er heitir Fótbaldursrif, fer í kaf um flæðar. Norðaustan klettanna í Fótbaldri er lág grasgrund nefnd Fótbaldursgrund. Uppi á hólmanum, rétt austar en þar sem hann er hæstur, er lítil tóft, trúlega leifar af fornum fiska- hjalli. Alvanalegt var að skipa vöru á land í Fótbaldri þá lág- sjávað var og ekki var uppflot í Skipatanga, þar fór og einnig oft fram útskipun á vöru, svo og kindum. Að Fótbaldri var aðflot og lendandi um stærstu fjörur, enda þar oft lagt bát er bíða þurfti aðfalls. Munnmæli segja að Hallsteinn goði hafi átt hest er Fót- baldur hét og sundriðið honum yfir sundið um fjöruliggjand- ann, (þá mjótt mjög og straumlítið), er hann fór að heimsækja Gró vinkonu sína á Grónesi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.