Breiðfirðingur - 01.04.1985, Qupperneq 156
154
BREIÐFIRÐINGUR
Höskuldur Pálsson
Höskuldur Pálsson frá Höskuldsey var fæddur í Stykkishólmi
15. ágúst 1911. Foreldrar hans voru hjónin Páll Guðmundsson
frá Arnarstöðum í Helgafellssveit og Helga Jónsdóttir frá
Helgafelli í sömu sveit. Hann var því kominn af traustum
stofnum í báðar ættir. Höskuldsey var á þeim tíma lítil verstöð
haust og vor, eins og hún hefur sennilega verið frá fyrstu tíð,
því hennar er getið svo í Eyrbyggjasögu, en bóndi mun samt
oftast hafa setið þar. Páll faðir Höskuldar mun hafa búið þar
í 19 ár.
í Höskuldsey er ekki aðstaða til sjósóknar nema á smábát-
um, sem hægt er að setja upp að lokinni hverri sjóferð. Á
slíkum förum hefur því Höskuldur ungur að árum lært á
sjóinn. Og kannske hafa þessir smábátar verið bestu kennslu-
tækin í glímunni við breiðfirskt sjólag, ef þeir voru í höndum
góðra og vanra sjómanna, og það hafa þau verið þarna, því
Páll í Höskuldsey mun hafa haft þá eiginleika í ríkum mæli.
Að sigla og verja áföllum 2ja og 4ra manna för, hálfhlaðin
af afla og veiðarfærum í vondu veðri var fag, sem ekki var
öllum gefið. En þeir sem náðu því flutu ótrúlega lengi. Ég held
að Höskuldur hafi í þessum fræðum fengið það góða undir-
stöðu á uppvaxtarárum sínum í Höskuldsey, að hann hafi búið
að því alla tíð og orðið honum notadrjúgt, þar sem ævistarf
hans var að mestu sjómennska og útgerð á minni bátum.
Þegar Höskuldur var vaxinn úr grasi eins og sagt var til
forna, hélt hann, eins og margir ungir menn á þeim árum,
suður á land til stærri verstöðva, til að afla fjár og kynnast vél-
bátaútgerð.
Hann mun í hvívetna hafa skipað sitt rúm vel, hvort sem var
á sjó eða við verkun aflans í landi, sem honum var stundum
falið að stjórna. Á sumrin stundaði hann svo ýmsa vinnu sem
til féll, meðan annars hjá Vitamálastofnuninni, við byggingu
vita og fleiri mannvirkja á vitajörðum.
Árið 1935 giftist Höskuldur Kristínu Níelsdóttur frá Sel-
látri. Þess má geta að þá höfðu þrjú eldri systkini Höskuldar
fengið maka frá Sellátri, enda er tiltölulega stutt milli þessara