Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 158
156
BREIÐFIRÐINGUR
Höskuldur var mikill félagsmálamaður og tók oft til máls á
fundum. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og í
því sambandi munu menn muna hann lengi. Skemmtilegri fé-
laga í mannfagnaði er vart hægt að hugsa sér, þá flugu frá
honum brandararnir og gamanyrðin vítt og breitt. Hann var
nokkur vínmaður á seinni árum og hafði gaman af að hressa
aðra á þeim veigum. En ofurölva sá ég hann aldrei og mér
fannst hann hafa alltaf stjórn á þeim hlutum.
Það er sjónarsviptir að hverjum gengnum þegn í litlu bæjar-
félagi, og Höskuldur var þar sannarlega engin undantekning
nema síður sé. Segja má að bryggjurnar og hafnarsvæðið hafi
verið hans starfsvöllur síðustu árin, þegar hann var ekki á sjó,
og mér fannst sem þessi bæjarhluti hefði misst eitthvað þegar
hann féll frá. Þar var hans bátur, sem hann hirti vel og þeir sem
það gera eiga mörg spor að höfninni. Hún er líka lífæð hvers
sjávarpláss, þar koma og fara skip og bátar og aflinn berst á
land.
Þar er helst eitthvað að gerast, sem menn með sjómanns-
blóð í æðum hafa áhuga á.
Ég hygg að margir muni minnast morgunstunda við höfnina
með Höskuldi, og ekki síður ferðamenn en bæjarbúar, því
hann var jafnan snemma á fótum. Hans þróttmikla rödd
hljómaði þá stundum hátt er hann miðlaði viðmælendum upp-
lýsingum um staðinn, eyjarnar og umhverfið og ekki ósjaldan
bauð hann þeim í siglingu á bát sínum útum eyjar.
Síðustu árin hafði Höskuldur bát sinn í nausti yfir vetrar-
mánuðina en hann var j afnan fús til eyj aferða til hj álpar vinum
og kunningjum ef á þurfti að halda. Atvikin höguðu því
þannig, að hann og undirritaður áttu stundum saman eyja-
ferðir að vetri til í sambandi við fjárgæslu ogfjárflutninga, síð-
ustu ár hans. Og ef leiðin lá þá útum eyjar þótti sjálfgefið að
lenda í Sellátri. Þótt það býli sé búið að vera í eyði í mörg ár,
eins og margar góðar eyjar í Breiðafirði, sem áður var búið í,
er þar jafnan gott að koma. Fjölskylda Höskuldar hefur reist
þar gott sumarhús fyrir nokkrum árum. Þar er því hægt að