Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 125
GUÐMUNDUR GUNNARSSON Á TINDUM
123
Guðmundur ásamt systur sinni fyrir þeim til dauða dags með
miklum sóma og lengst af varð Guðmundur að koma móður
sinni fyrir með mjög hárri meðgjöf, og þótti það aðdáunarvert
hvað þau systkin gátu klofið þau útgjöld en ekkert var þeim
fjarri en að leita til sveitarinnar um að sjá fyrir foreldrum
sínum. Guðmundur átti aðeins eina systur Karitas, og voru
þau á ýmsum stöðum hér í hreppi, og ávallt í húsmennsku þar
til Guðmundur giftist árið 1911 Sigurborgu Sturlaugsdóttir er
nú lifir mann sinn ásamt þrem sonum og einni dóttur. Alls áttu
þau 7 böm, síðast liðinn vetur misstu þau uppkominn son er
var smíðanemi í Reykjavík.
Guðmundur var alla æfi fátækur en með afbrigðum
skilamaður, og af einu var hann ríkur og það var mannhylli.
Vorið 1923 keypti hann jörðina Tinda æskuheimili sitt og
bjó þar í 10 ár eða til vorsins 1933 er hann flutti frá Tindum.
Mun þar mestu hafa ráðið að hann taldi fjárhag sinn orðinn
það þröngan að erfitt mundi að standa í skilum, en það var
honum allt.
Árið 1927 var stofnað ungmennafélagið „Tilraun“ og var
hann ásamt Herbirni Guðbjörnssyni aðalhvatamaður að sá
félagsskapur var stofnaður. Guðmundur hafði mikinn áhuga
fyrir þeim félagsskap og var eins og áður er sagt forgöngu-
maður að félagið stofnaði blaðið Reynir árið 1928 og var
ritstjóri þess frá stofnun til þess er hann flutti burt af félags-
svæðinu. Öll árin skrifar hann langsamlega mest í blaðið bæði
í bundnu og óbundnu máli. Hann gat þess oft að mesta og
besta skilyrðið til sjálfsmenntunar, sem ungmennafélagar
hefðu, væri að rita í blaðið. Af því lærðu menn að hugsa um
málefnin og hvöt til að afla sér fróðleiks úr bókum.
Ég hefi nú rakið í stórum dráttum helstu æfiatriði Guð-
mundar Gunnarssonar svo það geymist í blaði því er hann var
aðalstofnandi að og lét sér svo mjög annt um á meðan hans
naut við. Ég lít svo á að við ungmennafélagar í félaginu
Tilraun, sem nú ber nafnið „Vaka“ eigum engum einum manni
eins mikið að þakka fyrir starfsemi sína í þágu félagsskaparins
eins og Guðmundi Gunnarssyni, og vil ég þar sérstaklega