Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 134

Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 134
132 BREIÐFIRÐINGUR Nú var fátt til ráða. Enga skrúfu var að fá í landinu, hana varð að panta frá Englandi, sem myndi taka nokkra mánuði. Eyfa sem öðrum fannst nú súrt í broti, en víst lítið hægt að gera. Þá var ekki rafsuða, logsuða, rennibekkir eða nein nú- tíma smíðatæki fyrir hendi í afskekktri eyjabyggð. En það var til smiðja, fótstigin, sem kindahausarnir voru sviðnir í á haust- in, og steðji og hamar, og Eyfi mun hafa verið búinn að eignast bora sem setja mátti í hjólsveif og bora með jám. Hann hugsaði málið og mun hafa kveikt upp í smiðjunni. Ekki kann ég að rekja þá smíðasögu í smáatriðum, en svo fór að hann smíðaði skrúfublað úr járni og hroðaði það við öxulhólkinn á móti hinu blaðinu sem að sjálfsögðu var úr kopar. Svo vel tókst þetta að skrúfan vann alveg eðlilega og hvorki kast eða titring að finna í öxlinum þótt annað blaðið væri úr járni en hitt úr kopar. Það var flestra mál sem þetta fréttu að fáir myndu hafa leikið þetta eftir Eyfa við þessar aðstæður. Eitt af því sem lék í höndum Eyfa var byssan. Hann byrjaði að æfa sig með góðri fjárbyssu, sem var með rifflað hlaup og tvö sigti (hún er við líði enn). Hann smíðaði á hana lengra skefti og þá var hún orðin sæmileg veiðibyssa í hans höndum, sem hann skaut með marga fugla og jafnvel sel, sem auðvitað var bannað. En það hefur alltaf verið blótað á laun. Það mátti rota bæði kópa og fullorðinn sel ef færi gafst með því að berja þá með spýtu í hausinn. Sumum fannst þá mannlegra að senda þeim kúlu í hnakkann jafnvel þótt úr fjárbyssu væri. Seinna þegar við vorum flutt í Fagurey, keypti Eyfi stóran stríðsriffil af Gunnari Sæmundssyni í Stykkishólmi. Það var mikið og gott verkfæri. Mér eru í minni margar góðar veiði- ferðir sem við fórum með þennan riffil og víst er um það, að þeir útselsbrimlar sem fengu kúlu í höfuðið úr honum dóu kvalalausum dauða. Ég læt eina veiðisögu nægja. Það var á útmánuðum í góðu veðri. Sól skein í heiði. Eyfi þurfti að skreppa í næstu eyju og bauð mér með. Riffillinn Gunnarsnautur var vafinn inn í segl og tekinn með. Eyfa gekk vel að reka sitt erindi við bóndann í eyjunni og eftir að hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.