Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 134
132
BREIÐFIRÐINGUR
Nú var fátt til ráða. Enga skrúfu var að fá í landinu, hana
varð að panta frá Englandi, sem myndi taka nokkra mánuði.
Eyfa sem öðrum fannst nú súrt í broti, en víst lítið hægt að
gera. Þá var ekki rafsuða, logsuða, rennibekkir eða nein nú-
tíma smíðatæki fyrir hendi í afskekktri eyjabyggð. En það var
til smiðja, fótstigin, sem kindahausarnir voru sviðnir í á haust-
in, og steðji og hamar, og Eyfi mun hafa verið búinn að
eignast bora sem setja mátti í hjólsveif og bora með jám.
Hann hugsaði málið og mun hafa kveikt upp í smiðjunni. Ekki
kann ég að rekja þá smíðasögu í smáatriðum, en svo fór að
hann smíðaði skrúfublað úr járni og hroðaði það við
öxulhólkinn á móti hinu blaðinu sem að sjálfsögðu var úr
kopar. Svo vel tókst þetta að skrúfan vann alveg eðlilega og
hvorki kast eða titring að finna í öxlinum þótt annað blaðið
væri úr járni en hitt úr kopar. Það var flestra mál sem þetta
fréttu að fáir myndu hafa leikið þetta eftir Eyfa við þessar
aðstæður.
Eitt af því sem lék í höndum Eyfa var byssan. Hann byrjaði
að æfa sig með góðri fjárbyssu, sem var með rifflað hlaup og
tvö sigti (hún er við líði enn). Hann smíðaði á hana lengra
skefti og þá var hún orðin sæmileg veiðibyssa í hans höndum,
sem hann skaut með marga fugla og jafnvel sel, sem auðvitað
var bannað. En það hefur alltaf verið blótað á laun. Það mátti
rota bæði kópa og fullorðinn sel ef færi gafst með því að berja
þá með spýtu í hausinn. Sumum fannst þá mannlegra að senda
þeim kúlu í hnakkann jafnvel þótt úr fjárbyssu væri.
Seinna þegar við vorum flutt í Fagurey, keypti Eyfi stóran
stríðsriffil af Gunnari Sæmundssyni í Stykkishólmi. Það var
mikið og gott verkfæri. Mér eru í minni margar góðar veiði-
ferðir sem við fórum með þennan riffil og víst er um það, að
þeir útselsbrimlar sem fengu kúlu í höfuðið úr honum dóu
kvalalausum dauða. Ég læt eina veiðisögu nægja.
Það var á útmánuðum í góðu veðri. Sól skein í heiði. Eyfi
þurfti að skreppa í næstu eyju og bauð mér með. Riffillinn
Gunnarsnautur var vafinn inn í segl og tekinn með. Eyfa gekk
vel að reka sitt erindi við bóndann í eyjunni og eftir að hafa