Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 164
162
BREIÐFIRÐINGUR
virðist nú glataðar eins og fleiri gögn varðandi fyrstu ár skól-
ans. Skóli hefir því verið starfræktur um það bil í 5 ár áður en
farið er fram á opinberan styrk úr landssjóði. Snemma árs árið
1889 skrifar skólanefnd bréf til stiptsyfirvalda á íslandi, þar
sem hún óskar eftir því að hjálögð reglugerð fyrir barna-
skólann á Hellissandi verði samþykkt. Bréf þetta hljóðar svo:
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög upp-
fræðingu æskulýðsins hefur um langan aldur verið ábóta-
vant í byggðarlögunum umhverfis „Jökulinn“ og hve mikil
þörf hefur verið á, að koma hjer á fót bamaskólum. Þegar
árið 1857 gjörðu hinir bestu menn tilraun í þá átt að stofna
barnaskóla í Ólafsvík, sem þó fyrst tókst að koma á stofn
haustið 1887. En fátækt sveitarfjelaganna gjörir það
ómögulegt, að önnur börn geti sótt skóla þennan en þau
sem heima eiga í Ólafsvík eður Neshreppi innri, og þessa
tvo vetur, sem skólinn hefur staðið, hafa öll börn, er á
skólann hafa gengið, átt heimili í Ólafsvík. Sýndi þannig
reynslan, að Neshreppur utan Ennis var eptir sem áður
útilokaður frá allri skólamenntun.
Fyrir því kom oss til hugar að reyna að koma upp barna-
skóla í hinum fjölmennu sjóplássum Sandi og Keflavík í
Ytri Neshrepp, en í þessum plássum einum, sem liggja
saman, eru árlega undir 30 börn á aldrinum frá 7-14 ára.
Vjer gengumst fyrir samskotum í þessa átt og bar það þann
árangur, að vjer á síðastliðnu sumri rjeðumst í að kaupa
verslunarhús Jóns nokkurs Jónssonar borgara og gátum
látið laga það þannig, að það var vel fært til skólahalds
yfirstandandi vetur. Byrjaði skóli þessi 1. síðastl. nóv-
embermán. og hafa 16 börn sótt hann í vetur. Þó skóli þessi
þurfi enn mjög mikla viðgjörð og miklar skuldir hvíli þegar
á honum, höfum vjer þó von um, að oss takist að halda
honum við, úr því unnið er að koma honum upp.
Vjer, sem valdir vorum í skólanefnd, fyrir skóla þennan
leyfum oss því virðingarfyllst og undirgefnast að senda
hinum háu Stiptsyfirvöldum innlagða reglugjörð - sem að