Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 11
BREIÐFIRÐINGUR
9
Skáleyjakomum hans leiddi síðan að faðir minn fékk hann til
að vinna reipi úr togi, sem fallið hafði til um árabil, og smávegis
af hrosshári. Ekki man ég hvort það gerðist oftar en einu sinni
en langri vetrardvöl hans man ég vel eftir. Mjög var Björn þá
sjónskertur orðinn og notaði sterk og óvenjuleg gleraugu og
búinn að ganga undir skurðaðgerðir á augum. Sjónin dugði við
góða birtu til lesturs, en tóvinnu sína er mér nær að halda að
hann hafi getað stundað í myrkri, ef svo bar undir. Mér fannst
það býsna forvitnilegt að fylgjast með gangi mála og háþróuðum
vinnubrögðum gamla mannsins.
Auk birgða af togi af mismunandi litum, sem fallið hafði til
á heimilinu, mun Björn hafa „tekið ofan af ‘ ull til viðbótar eftir
þörfum. Togið var flokkað eftir lit, hvítt, svart og mórautt og
haft aðskilið. Til þess þurfti auðvitað að hafa einhverja sjón.
Næsti liður var að kemba ullina, verk sem eldra fólk þekkir en
naumastþeiryngri.Kembunumraðaðjafnóðumíkembukassann.
Næst var að „lyppa“ þær, ef rétt er munað, en það fólst í því að
móta með höndum hverja kembu í hæfilega gilda lengju og
leggja í annan stokk. Hver lyppa brotin saman þannig að hún
minnti á harmoniku, sem lítið fór fyrir. Þar næst var halasnældan
tekin fram og farið að spinna. Gerður hæfilega sver þráður sem
síðan var undinn af snældunni í hnykil. Má vera að áður hafi
þráðurinn verið tvinnaður eða jafnvel þrinnaður. Þegar nóg var
komið af hnyklum í mismunandi litum var fléttað úr þeim
reiptagl af ákveðinni lengd, en með mismunandi litamynstrum.
Á öðrum enda taglsins var höfð lítil lykkja eða auga, en hinn
endinn látinn mjókka og frá honum gengið með bensli. Töglin
voru fléttuð af 5 þáttum. Reiptöglin eru tvö á hverju reipi, eins
og eldra fólk þekkir, en í „sila“ var gjarnan notaður grannur
kaðall. Á hann miðjan voru „hagldirnar“ festar með 12-15 cm
millibili. Frá högldunum lágu síðan endar silans, 60-70 cm
langir og voru hnýttir í augun á töglunum. Þessi frágangur getur
hafa verið mismunandi eftir landshlutum, og auðvitað hefði