Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 12

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 12
10 BREIÐFIRÐINGUR mátt hafa allt reipið úr einum liprum kaðli og var það farið að tíðkast að lokum. Hitt hafði reyndar marga kosti. Fléttuðu ullartöglin voru mýkri viðkomu en harðsnúinn kaðall, sem skipti máli þegar mikið þurfti að binda, og menn gátu orðið sárhentir við að herða sáturnar. Það átti ekki síst við í eyjaheyskapnum þegar fluttar voru í einni ferð úr úteyjum margir tugir af sátum, jafnvel á annað hundrað, og þær varð að binda fast til að þola hnjaskið sem fylgdi. Við það að herða sátu reynir mikið á þá hluta reipisins sem dregnir eru gegnum hagldimar, en það eru töglin. Þau vildu þá slitna og ending þeirra mun lakari en sá hluti reipisins sem næstur högldunum er. Þá gat verið hagkvæmt að endumýja slitið tagl með því að leysa það frá silanum og setja nýtt í staðinn. Þessi fléttuðu tögl voru einnig afar hentug við að mýla stórgripi í flutningum og til fleiri nota. Eyjabúskapur útheimti meiri reipakost, vegna áðurnefndra flutninga á sjó, heldur en komast mátti af með á landjörðum. Til gamans skal hér bætt við kynni mín af handaverkum Bjössa frá Hólum að fáum árum eftir að hann sat vetrarlangt við að endurbæta, endurnýja og bæta við reipakost Gísla í Skáleyjum flutti Guðmundur Guðmundsson á Höllustöðum á hinn helming jarðarinnar. Þá voru heyflutningar stundaðir um langt árabil í samlögum og reipakostur notaður sameiginlega, enda hliðstæður um flest - handaverk Bjössa að miklu leyti í báðum tilfellum. Mjög fannst mér til um verklagni og handbragð hins hálfblinda manns og hve reipin voru falleg; litirnir í töglunum úthugsaðir og margbreytilegir. Þar var ekki höndunum kastað til verksins, enda metnaður margra að þurfa ekki að skammast sín fyrir unnið starf, hversu sem vandvirknin var nauðsynleg í sjálfu sér. Löngu seinna var ég samtíða Sæmundi syni Björns í Hólum og vann með honum um skeið á Reykhólum eins og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.