Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 13

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 13
BREIÐFIRÐINGUR 11 áður segir og kynntist því að ekki hafði eplið fallið langt frá eikinni þar. M.a. er Sæmundur Björnsson vel hagmæltur eins og faðir hans var og meðfylgjandi minningarljóð ber með sér. Hann lifir nú á tíræðisaldri á Hrafnistu, en ljóðið fárra ára gamalt. Það er ort um son hans, Björn, sem féll frá langt um aldur fram. Sæmundur var orðlagður fyrir vöndun og nákvæmni við allt sem hann tók að sér að gera. Björn sonur Sæmundar, sá sem minningarljóðið er um, var þá innan við fermingu og kannski á vissu umbrotaskeiði tápmikils unglings. Þó sór hann sig í ættina eins og ég hafði kynnst henni. Mörgum árum þar á eftir lágu leiðir okkar aftur saman um skeið úti í eyjum vegna atvika sem ekki verða rakin hér. Og þrátt fyrir áratuga verkefni og lífsreynslu á öðrum slóðum var þó margt eftir af glaðbeitta, verklagna ferm- ingarstráknum frá Reykhólum. Þegar hafist var handa að „brúa“ Gilsfjörð og leggja veg úr Saurbæ yfír í Króksfjarðarnes, réðist Björn þar til starfa sem bílstjóri, enda gamalreyndur á þeim vettvangi eins og fram kemur í minningarljóði föður hans. Ekki veit ég hvort af- bragðsfallegur frágangur þess vegar er Bjössa kunningja mínum að þakka, en ekki kæmi mér á óvart að hann ætti þar góðan hlut að máli. Skömmu seinna þegar hann var kominn til starfa á öðru landshorni kenndi hann þess meins sem ekki varð bætt. Og þegar ég kom að dánarbeði hans á líknardeild Landspítala, ekki löngu eftir það, held ég að hann hafi ekki skynjað þá heimsókn eða heyrt kveðju mína. Seinna barst mér í hendur minningarljóð föður hans sem mér fannst eiga fullt erindi við fleiri en mig. Stundum verður okkur, sem nú erum að eldast, til þess hugsað hversu margt hefur breyst á okkar ævi, vonandi til bóta. T.d. frá gamla sjóndapra manninum, sem vann nytjahluti á rúmstokki sínum af slíkri natni og kunnáttu að vert er að þess sé minnst, til nútímans sem brúar firði, leggur brautir neðan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.