Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 22

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 22
20 B REIÐFIRÐIN GUR og var sektaður um nokkra dali, fóru menn þá að renna grun í, að kindadauðinn mundi vera af hans völdum. Strákur sá var illvirkra efni, og fór hann með móður sinni og stjúpa út í Fróðársókn, og var hann almennt kallaður Guðmundur skolli. Hér eru felldar niður tilvísanir í blaðsíðutöl í handritinu. A s. 228 er sagt frá Ebenezer á Skarði: „Hann hefur margar góðar taugir, og er því af sumum vel þokkaður, en nú ókvæntur 1872.“ Af þessu er ljóst hvenær séra Friðrik skrifaði þetta. Frásögnin um fjárdauðann er annars um margt merkileg, en sumt kemur honum reyndar fremur lítið við eins og frásögnin af Magnúsi Móberg. Samkvæmt riti Jóns Guðnasonar, Dalamenn II, s. 175, dó Magnús Móberg í Litla-Galtardal á Fellsströnd 5. okt. 1864. Þar fer séra Friðrik sannanlega með rétt mál og eru það sterk rök fyrir því að hann geri það víðar. Greinilegt er að menn eru að reyna að skýra málin með því að kenna draugum um fjárdauðann. Ýmislegt er hérna sem ekki er kunnugt annars staðar eins og þegar Friðrik segir, að drengur að nafni Guðmundur Þorláksson hefði í raun drepið féð í fjárhúsunum á Skarði og einnig lömb úti í Olafseyjum. Niðurlag frásagnar Friðriks segir fullum fetum, að drengurinn hafí orðið uppvís að því að miþyrma kindum „svo þeim varð að slátra, en hann komst í mál, og var sektaður um nokkra dali“. Þetta staðfestist af Dóma- og þingabók Dalasýslu, sem varð- veitt er í Þjóðskjalasafni íslands og hefur þar númerið, Dal. Y. 13 b. Guðmundur Þorláksson var yfirheyrður á Hnúki 8. ágúst 1866, daginn eftir á Skarði og að Hnúki 10. og 11. ágúst. Dómur var síðan upp kveðinn upp á Staðarfelli af Boga Bjarnasyni Thorarensen sýslumanni 18.sept. 1866. Guðmundur Þorláksson var sekur fundinn um, að hann hafi drepið með tilhjálp smalahunds síns 2 lömb frá Barmi, 2 lömb frá Hvalgröfum, Vi mánaðar lamb á að gizka frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.