Breiðfirðingur - 01.04.2009, Qupperneq 22
20
B REIÐFIRÐIN GUR
og var sektaður um nokkra dali, fóru menn þá að renna grun
í, að kindadauðinn mundi vera af hans völdum. Strákur sá
var illvirkra efni, og fór hann með móður sinni og stjúpa út
í Fróðársókn, og var hann almennt kallaður Guðmundur
skolli.
Hér eru felldar niður tilvísanir í blaðsíðutöl í handritinu. A s.
228 er sagt frá Ebenezer á Skarði: „Hann hefur margar góðar
taugir, og er því af sumum vel þokkaður, en nú ókvæntur 1872.“
Af þessu er ljóst hvenær séra Friðrik skrifaði þetta. Frásögnin
um fjárdauðann er annars um margt merkileg, en sumt kemur
honum reyndar fremur lítið við eins og frásögnin af Magnúsi
Móberg. Samkvæmt riti Jóns Guðnasonar, Dalamenn II, s. 175,
dó Magnús Móberg í Litla-Galtardal á Fellsströnd 5. okt. 1864.
Þar fer séra Friðrik sannanlega með rétt mál og eru það
sterk rök fyrir því að hann geri það víðar. Greinilegt er að
menn eru að reyna að skýra málin með því að kenna
draugum um fjárdauðann.
Ýmislegt er hérna sem ekki er kunnugt annars staðar eins og
þegar Friðrik segir, að drengur að nafni Guðmundur Þorláksson
hefði í raun drepið féð í fjárhúsunum á Skarði og einnig lömb úti
í Olafseyjum. Niðurlag frásagnar Friðriks segir fullum fetum, að
drengurinn hafí orðið uppvís að því að miþyrma kindum „svo
þeim varð að slátra, en hann komst í mál, og var sektaður um
nokkra dali“.
Þetta staðfestist af Dóma- og þingabók Dalasýslu, sem varð-
veitt er í Þjóðskjalasafni íslands og hefur þar númerið, Dal. Y.
13 b. Guðmundur Þorláksson var yfirheyrður á Hnúki 8. ágúst
1866, daginn eftir á Skarði og að Hnúki 10. og 11. ágúst. Dómur
var síðan upp kveðinn upp á Staðarfelli af Boga Bjarnasyni
Thorarensen sýslumanni 18.sept. 1866. Guðmundur Þorláksson
var sekur fundinn um, að hann
hafi drepið með tilhjálp smalahunds síns 2 lömb frá Barmi,
2 lömb frá Hvalgröfum, Vi mánaðar lamb á að gizka frá