Breiðfirðingur - 01.04.2009, Qupperneq 30

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Qupperneq 30
28 BREIÐFIRÐINGUR Síðar í bréfinu leitaði sýslumaður álits amtsins um hvað gera skuli og beiðist ... ráðstafana og álits hins háa Amts um málefni þetta, og sjerstaklega um þau atriði, hvort heimild sje til að bjóða hlutaðeigendum að eyða (grafa eða brenna) leifar af hinum bráðdauðu skepnum, eða hvort þó eigi sje ástæða til að banna að nota kjöt og innýfli úr þeim til manneldis; hvort heimild og ástæða sje til að skipa Hákoni bónda Oddssyni á Kjallaksstöðum að rífa til grunna fjós það, er hinir dauðu gripir voru í, og hvort Hákon bóndi eigi þá ekki heimting á endurgjaldi fyrir fjósið, og eins fyrir leifar (kjöt og húðir) af gripunum, ef honum skyldi verða boðið að glata þeim, og hvaðan slíkt endurgjald eigi að greiðast. Er af þessu ljóst, að veikin hefur komið upp í Stóra-Galtardal ekki seinna en í byrjun ágúst sumarið 1885. í dagbókum Guðlaugs Daðasonar á Heiðnabergi, sem varðveittar eru í skjalasafninu í Búðardal, segir við 15. sept. 1885 að frést hafi að sjálfdauðar hafi orðið af miltisbrandi í Galtardal stóra 3 kýr hjá bændunum þar og hefði ekki verið hægt að hirða neitt af þeim. Af orðunum má ráða að ekki er neinn efi talinn á því, að um miltisbrand hafi verið að ræða. í raun segir þetta ekki nákvæmlega hvenær kýrnar drápust í Galtardal, því að ekki voru mjög örar samgöngur úr Galtardal og inn á Skarðsströnd. Af tilvitnuðum orðum sýslumanns kemur fram, að hann samdi „reglur til bráðabyrgða til að varna útbreiðslu“ og eru þær dagsettar 14. ágúst 1885. Þær sýna að menn hafa gert sér ljóst, að sjúkdómurinn var þekktur og talinn mjög alvarlegur og sjálfsagt að sýslumaður reyndi að hefta útbreiðslu hans. Einnig segir að fjósið í Stóra-Galtardal hafi verið flutt, sem er örugglega sami flutningur og Kjartan hafði spurnir af. Reglurnar setti sýslumaður eftir að hafa fengið skýrslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Breiðfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.