Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 35
B REIÐFIRÐIN GUR
33
Sýslumaður skrifaði amtinu 7. dag júnímánaðar og sagði, að
ekki hefði borið á veikinni síðan gripimir drápust á
Kj allaksstöðum, en hefur bannað „samgöngur milli nautpenings
á þeim bæj um, þar sem sýkin hefur verið og annars nautpenings"
og spyr um álit „amtsins um, hve lengi ætti að fram fylgja slíku
banni“. Síðan getur sýslumaður um að leifum af hinum
bráðdauðu gripum hefði verið eytt „og hafa hlutaðeigendur
farið fram á, að þeim verði endurgoldið af opinberu fje fjártjón
það, er þeir hafa beðið við eyðingu nefndra muna.“ Sýslumaður
mæltist „til þess, að hinu háa amti mætti þóknast að taka
framanskrifaðar endurgjaldskröfur til greina, að svo miklu leyti
sem það sjer fært og fje er fyrir hendi.“
Loks gat sýslumaður þess, að hann hefði „sent landlækninum
sýnishorn af húðum hinna bráðdauðu gripa og ... upplýsingar
um sýkina“. Um þetta hefði landlæknir beðið í bréfi 31. mars
eins og áður sagði. Ekki hef ég skoðað bréf frá sýslumanni
Dalasýslu til landlæknis, enda líklegast að þau bæti ekki miklu
við fyrri vitneskju.
Seinasta bréfið um þetta mál er frá amtmanni 24. júli 1886. Þar
samþykkti hann ráðstafanir sýslumanns, en lokaorðin í bréfinu
eru svohljóðandi:
Ennfremur vil eg hérmeð tjá yður til athuguna fyrir sjálfan
yður og birtingar fyrir hlutaðeigendur að Amtið ekkert fé
hefir til umráða, er það geti borgað með skaðabætur til þeirra
manna, er misst hafa nautgripi sína í því fári, sem hér ræðir
um.