Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
og hefi ég þá lítið brætt. En nú í vetur hefi ég getað brætt 80
potta af góðu lýsi og hefði getað brætt mikið meira hefði hér
verið um samsöltun að ræða á hverju skipi - og ég haft góð
áhöld og þekkingu fyrir lýsisbræðslu, því það hefur mig
vantað - utan lítilfjörlegan damppott sem ég á. Nú hefi ég það
álit að hér mundi vel til fallið að bræða lýsi þar sem hér fiskast
oft vel á Þorra og Góu og þá er fiskur mjög feitur á lifur.
Ég vil því mælast til við hina heiðruðu sýslunefnd að hún
vildi mér svo vel gjöra og láta mér í té sín góðu meðmæli að
mér yrði veittur styrkur af því fé sem ætlað er til verklegra
fyrirtækja til að starfa að lýsisbræðslu - En þar til vantar mig
áhöld hentug - og verulega kunnáttu.
Lyfsalinn í Stykkishólmi, E. Möller, skrifar svo meðmælabréf
með umsókn Lárusar, 14. júli þetta ár. Það hljóðar svo:
Samkvæmt ósk herra Lárusar Skúlasonar á Hellissandi,
votta ég hér með að ég í nokkur undanfarin ár hefi keypt af
honum meðalalýsi, sem hann sjálfur hefur brætt. Þetta lýsi
hefur verið þegar það hefur fengist nýtt, brúkanlegt, og
jafnvel það síðasta í betra lagi. Álít ég því þarflegt að honum
verði veittur styrkur til að geta fengið tilsögn í með-
alalýsisbræðslu aðferð þeirri sem við er höfð í útlöndum,
svo að hér gefist kostur á að geta fengið gott nýtt íslenskt
meðalalýsi.
Ekki hefur fundist svar við þessari umsókn. Líklegt er að
Lárus hafi ekki fengið styrk til þessa nauðsynlega verkefnis. í
umsókninni kemur fram að Lárus átti einfaldan búnað til
lýsisbræðsluogaðhanngerðisérgreinfyrirframtíðarmöguleikum
á þessum vettvangi. Það kemur einnig fram í báðum bréfunum
að kunnáttu til verksins var ekki að leita hér á landi. Lárus er
jafnvel með hugann við það að fara til útlanda til að afla sér
þekkingar á þessu sviði.