Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 60

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 60
58 BREIÐFIRÐINGUR og hefi ég þá lítið brætt. En nú í vetur hefi ég getað brætt 80 potta af góðu lýsi og hefði getað brætt mikið meira hefði hér verið um samsöltun að ræða á hverju skipi - og ég haft góð áhöld og þekkingu fyrir lýsisbræðslu, því það hefur mig vantað - utan lítilfjörlegan damppott sem ég á. Nú hefi ég það álit að hér mundi vel til fallið að bræða lýsi þar sem hér fiskast oft vel á Þorra og Góu og þá er fiskur mjög feitur á lifur. Ég vil því mælast til við hina heiðruðu sýslunefnd að hún vildi mér svo vel gjöra og láta mér í té sín góðu meðmæli að mér yrði veittur styrkur af því fé sem ætlað er til verklegra fyrirtækja til að starfa að lýsisbræðslu - En þar til vantar mig áhöld hentug - og verulega kunnáttu. Lyfsalinn í Stykkishólmi, E. Möller, skrifar svo meðmælabréf með umsókn Lárusar, 14. júli þetta ár. Það hljóðar svo: Samkvæmt ósk herra Lárusar Skúlasonar á Hellissandi, votta ég hér með að ég í nokkur undanfarin ár hefi keypt af honum meðalalýsi, sem hann sjálfur hefur brætt. Þetta lýsi hefur verið þegar það hefur fengist nýtt, brúkanlegt, og jafnvel það síðasta í betra lagi. Álít ég því þarflegt að honum verði veittur styrkur til að geta fengið tilsögn í með- alalýsisbræðslu aðferð þeirri sem við er höfð í útlöndum, svo að hér gefist kostur á að geta fengið gott nýtt íslenskt meðalalýsi. Ekki hefur fundist svar við þessari umsókn. Líklegt er að Lárus hafi ekki fengið styrk til þessa nauðsynlega verkefnis. í umsókninni kemur fram að Lárus átti einfaldan búnað til lýsisbræðsluogaðhanngerðisérgreinfyrirframtíðarmöguleikum á þessum vettvangi. Það kemur einnig fram í báðum bréfunum að kunnáttu til verksins var ekki að leita hér á landi. Lárus er jafnvel með hugann við það að fara til útlanda til að afla sér þekkingar á þessu sviði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.