Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR
59
í fyrirlestri sem Dr. Þórður Þorbjarnarson flutti á Ráðstefnu
íslenskra verkfræðinga 1967 segir hann að í Bretlandi hafi verið
byrjað að bræða þorskalifur með óbeinni gufu- eða vatnshitun
árið 1848. Þórður nefnir heimildir um það að séra Oddur
Gíslason hafi komið sér upp gufubræðslutækjum árið 1865 og
þar með trúlega orðið fyrstur íslendinga til þess að bræða
þorskalifur með gufu. Hann telur litlar líkur á því að margir
hafi orðið til þess að feta í fótspor Odds. Þórður hefur greinilega
ekki haft upplýsingar um nokkura ára lifrarbræðslu starfsemi
Lárusar Skúlasonar. Þá segir Þórður einnig frá því að
lifrarbræðslupottar (þau áhöld sem Lárus notaði við bræðsluna)
hafi ekki verið teknir í noktun í Vestmannaeyjum fyrr en 1904.
Frá því að verslunin í Rifi fluttist til Ólafsvíkur á fyrri hluta
átjándu aldar þurftu íbúar Neshrepps ytra að sækja verslun
þangað. Árið 1885 byggði Jón Jónsson Skáleyingur, borgari og
grasbýlismaður í Ásgrímsbúð á Hellissandi, lítið timburhús á
túninu við hús sitt og hóf þar verslunarrekstur. Fer nú ýmislegt
að gerast varðandi verslun. í nóvember 1889 skrifar Lárus, sem
tekið hefur við embætti hreppstjóra, sýslumanni og leitar ráða
á hvem hátt hann skuli bregðast við prangi. Sjómenn sem
hingað komi hafi „selt ýmsa vöru svo sem tóbak, kaffi, sykur
og ýmsa danska vefnaðarvöru". Ári síðar skrifar hann Bjarna
borgara Þorkelssyni og kvartar undan því að hann geti ekki
mælt út lóð fyrir hann undir verslunarhús þar sem Ólafsvíkur
saltfisktökuhús sé í vegi fyrir útmælingunni. Sú mæling verði
ekki fullgerð nema með því „að fisktökuhús Ólafsvíkur sé á
yðar útmældu lóð, eður þá tekið burt af henni“ Það má telja
líklegt að í báðum þessum bréfum sé Lárus að verja heimamenn
fyrir samkeppni frá aðkomumönnum. Málefni sem fjallað er
um á fundi sem haldinn var í barnaskólahúsinu á Hellissandi 3.
des. 1890 vísar til þess. Lárus er kosinn fundarstjóri og hann
skýrir málefnið sem um skal fjalla fyrir fundarmönnum.
Ræða á um blautfiskstökuhúsið á Hellissandi sem er eign