Breiðfirðingur - 01.04.2009, Qupperneq 70

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Qupperneq 70
68 BREIÐFIRÐINGUR Sælingsdal í Dalasýslu. Laug þessi hefur lengi verið kölluð Sælingsdalslaug og virðist hún eftir elstu heimildum hafa verið mikið notuð. Sturlunga saga telst vera því sem næst sam- tíðarsaga. Innan um aðalsöguefni Sturlungu sem eru deilur um beit, búfé, hey, land, konur, auð og völd má finna ómetanlegar heimildir um líf og störf fólks eins og baðferðir. Litlar heimildir eru um að fólk hafi farið til laugarinnar eftir að Sturlunga saga var rituð. Hér á eftir verður rakin saga laugarinnar eftir tiltækum ritheimildum bæði gömlum og nýjum. Skoðað verður hvað varð til þess að laugin féll í gleymsku og hvarf síðan af yfirborði jarðar. Einnig er athugað hvort ekki sé mögulegt að finna þessa laug nú þegar hægt er að kanna með tiltölulega einföldum tækjum hvort mannvistarleifar leynast undir jarðvegi. Ef laugin fyndist myndi það styrkja staðfræði Laxdœla sögu öllum unnendum sögunnar til mikilla ánægju og hugsanlega efla ferðamannaþjónustu sem þegar er til staðar á Laugum. Laxdœla saga segir frá landnámi Auðar djúpúðgu og ættmennum hennar um 890 og sögunni lýkur um 1073. Sagan er talin rituð nálægt miðri 13. öld. Hún er varðveitt í Möðruvallabók, eftirriti Vatnshyrnu og fleiri handritum. Það má segja að Laxdæla saga sé einskonar ættarsaga en líka héraðssaga þar sem fjöldi manns kemur fyrir. Laxdœla saga gerist að stórum hluta í Dalasýslu og bærinn Laugar kemur þar þó nokkuð við sögu. í fyrsta lagi átti þar heima Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein aðalpersóna sögunnar. Ósvífur faðir hennar bjó þar og Laxdœla saga getur þess ekki að hann hafi búið annarstaðar. Á Laugum er talið að Guðrún hafi vaxið upp og þar segir sagan að hún hafi búið með öðrum og þriðja eiginmanni sínum. í öðru lagi var þar laug sem virðist ekki hafa verið aðeins fyrir heimilisfólk heldur hafi hún verið al- menningsbaðlaug og öllum heimil. Laxdœla saga segir að Guðrún Ósvífursdóttir er við laugina þegar Gestur spaki Oddleifsson í Haga kemur þar við á leið sinni til þings:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Breiðfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.