Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 78
76
B REIÐFIRÐIN GUR
fyrir löngu orðin óbrúkandi. Þegar sagt er fyrir ofan bæ er
tæplega um stórt svæði að ræða, stutt er frá bænum að
hlíðarrótum og fyrrnefndri skriðu. Það er ekki annað að sjá en
prestamir viti vel hvar laugin var, en hvað „fyrir löngu“ þýðir
hér er ekki gott að segja, eru nokkrir áratugir eða hundrað ár.
Það kemur berlega fram að á þessum tíma hefur heimafólk ekki
mikinn áhuga á að baða sig fyrst ekki þótti taka því að hreinsa
skriðuna úr lauginni. Jafnvel hefðarfólkið í Hvammi hefur ekki
haft áhuga á laugarferðum. Þá er þess varla að vænta að
óbreyttur almúginn hafi verið að eyða tíma sínum í þannig
óþarfa.
Nokkrir erlendir menntamenn komu að Laugum vegna þess
að þeir höfðu kynnst íslendingasögunum. Þeir lögðu í langferðir
til að sjá sögustaðina. Það er athyglisvert að sjá hvað þeir hafa
um Laugar að segja. William Morris var Englendingur sem
hafði heillast af norrænni goðafræði á skólaárum sínum í
Oxford. Upp úr því kviknaði brennandi áhugi hans á sögu
Islands og þjóðinni sem lifði þar við harðan kost. Hann kom til
landsins tvívegis á áranum 1871-1873. Dagbækur sem hann
skrifaði á ferðum sínum sem voru gefnar út hér á landi 1975.
Fyrmefndur séra Þorleifur Jónsson fylgir Morris frá Hvammi
að Laugum 8. ágúst 1871. Morris segir að eftir að bóndinn á
bænum hefur kysst gamla prestinn fer hann með þá upp á
hæðina fyrir ofan bæinn:
Þar í malargeira er laugin, sem bærinn dregur nafn af. Núna
er hún um þrjú fet í þvermál og um það bil hnédjúp og
auðvitað næstum sjóðandi. Presturinn segist muna eftir henni
miklu stærri og það djúpri að hún hafi náð honum í mitti; en
fyrir tuttugu árum hafi skriða fallið yfir hana, uns hún
opnaðist aftur eins og við sjáum hana núna, lítil og skrítin
lind kemur óforvarandis upp úr beru grjótinu nokkrum
metrum fyrir ofan laugina (Morris, 1975, bls.134).