Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
af þessari laug .... Ofan við bæinn er lítill hluti af hlíðinni
afmarkaður af tveimur giljum. Sagt er að fyrir all mörgum
árum hafi verið þarna falleg græn brekka, en þá eyddi stór
skriða öllu grasi og breiddist yfir túnið fyrir neðan. Þar er
laugin upp í hlíðinni við nyrðra gilið. Rennur vatnið þar út
úr fjallbrekkunni eins og uppspretta. Er það 30-40 gráðu
heitt og safnast í dálitla skál skammt fyrir neðan og er það
til heimilisnota. Þessi skál á samt að vera ný og þá fyrst gerð
er skriðan hafði runnið yfir og skemmt hina fyrri, en í henni
eiga að hafa veri steinsæti og greinilega ætluð til baða
(Kálund, 1985, bls. 107).
Ekkert segir hann að sé sjáanlegt af hinni fornu laug, en hér eru
komnar nýjar upplýsingar. I stað hinnar fomu laugar er komin
smá skál með heitu vatni, sem sögð er nýleg og mest notuð til
heimilisbrúks gerð eftir að skriðan féll. Nýja skálin er skammt
fyrir neðan uppsprettuna, gæti ekki gamla laugin hafa verið á
svipuðum slóðum og sú nýja? Kristian Kálund segir að sú
gamla laug hafi átt að vera með steinsæti og greinilega ætluð til
baða. Það leiðir hugann að Reykholti í Borgarfirði og lauginni
sem þar átti að hafa verið á dögum Snorra Sturlusonar. Snorri
var fæddur í Hvammi í Hvammsveit, en var lengst af lítið í
héraðinu nema sem gestur hjá ættingjum sínum. Laugin á
Laugum gæti sem best hafa verið fyrirmynd að laug hans í
Reykholti. Kristian Kálund fann engin merki um laugina, en
telur þá nýju á svipuðum stað og sú gamla var. Sá sem næstur
leitaði að lauginni var tengdur Dölunum eins og Snorri.
Sigurður Vigfússon ólst þar upp og voru því hæg heimatökin
fyrir hann að frétta um afdrif laugarinnar hjá öldruðum
sýslungum sínum. Það gerði hann 1881 og skrifar um það
eftirfarandi í Árbók fornleifafélagsins:
Sælingsdalslaug er þar í brattlendinu fyrir ofan túnið. Hafði
hún verið hlaðin upp í fyrri daga, að því er gamlir menn hafa