Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
samfallinn skurður kemur út undan skriðunni og gæti það verið
afrennsli laugarinnar. Frá þeim stað væri best að blanda köldu
vatni úr Bæjargilinu í laug, og miðað við þykkt skriðunnar telur
hann naumast vera meira en tvo metra niður á laugina.
Síðasta tilraun til að finna laugina var gerð 1998 þegar
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur kom að beiðni
Jóhanns Sæmundssonar til að leita laugarinnar. I skýrslu sinni
„Leitin að týndu lauginni Sœlingsdalslaug“ rekur hann sögu
laugarinnar, gerir verkáætlun og byrjar að grafa. Hann byrjar
að grafa fyrir ofan steyptu þróna og finnur gömlu steinrennuna
á 40 cm. dýpi um einum metra fyrir ofan þróna. Ekki var hreyft
við rennunni og heyrðist greinilegt vatnsrennsli frá henni. I
næstu skurðum, númer tvö, þrjú og fjögur fannst ekkert
bitastætt. Þar næst var skoðuð þriggja metra löng hleðsla við
lækinn neðarlega en hún virtist ekki vera mjög gömul.
Skurður sex skilaði engu. Var þá grafínn síðasti skurðurinn
númer sjö. Það var um 2 m langur skurður um 2 m fyrir neðan
steyptu þróna, grafið var um hálfan metra niður og nyrst í
skurðinum komu stórir steinar sem virtust liggja niður frá
þrónni. Steinarnir voru frá 30 cm, til 60 cm, í þvermál og norðan
við þá voru fleiri steinar og hellur sem gætu hugsanlega verið
þangað komnir af mannavöldum, segir í skýrslunni.
Niðurstaða Guðmundar: „Rannsóknin leiddi ekki tilótví-
ræðrar niðurstöðu um staðsetningu laugarinnar. Þó hefur verið
þrengt nokkuð svæðið sem ástæða er til að kanna betur“.
Guðmundur álítur að laugina sé að fínna um á eins metra dýpi
og best væri að nota jarðsjármælingar við leitina.
Er leitinni lokið?
Það fer ekki milli mála að á Laugum var baðlaug strax fyrir árið
þúsund ef trúa má Laxdælu, og var sú laug, að því sem sýnist
helst, almenningsbað og gat hver sem vildi baðað sig þar. Þar
stoppar Gestur í Haga með sína menn á leið til þings, þegar
Guðrún býður honum að „ríða“ heim með flokk sinn. Miðað