Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 107
BREIÐFIRÐINGUR
105
með allgóða almenna menntun og mikla reynslu af félagsmálum
og opinberum störfum, en þeim hafði hann gegnt lengi fyrir
sveit sína og sýslu.
Ég var ekki lengi að mynda mér álit á þessum manni. Hann
var trausts verður. Maður sá það á honum við fyrstu sýn.
Auðvitað kom það til kasta skólanefndarinnar að ráða þennan
mann til starfa. Álit hennar var einróma. Geir var ráðinn kennari
við Djúpárskóla.
Geir kom, eins og fyrr sagði, að áliðnu sumri. Þannig hittist á,
er hann bar að garði, að mikið rok var og hey tekið að fjúka víða
á túnum. Minnir, að þetta hafi verið há. Urðu nokkrir heyskaðar
í sveitinni eða þorpinu, sem nefnt hefur verið elsta sveitaþorp á
íslandi. Við Geir ræddumst við í skrifstofu minni í Gerði. Síðan
hélt hann á fund formanns skólanefndar, sem var séra Sveinn
Ögmundsson, í næsta húsi við mig, og heitir Kirkjuhvoll.
Honum leist vel á Geir. Maðurinn var ekkert unglamb lengur,
orðinn 64 ára. Alla ævi bindindismaður á tóbak og áfengi. Þeir
voru það flestir, gömlu ungmennafélagamir. Bindindisheits var
krafist af þeim, sem gengu í þau samtök framan af. En svo var
farið að slaka á og allt fór úr böndunum, hvað þetta snerti. Geir
var trúr sinni hugsjón.
Kennslan hófst, eins og gert var ráð fyrir, í byrjun október.
Þegar að því kom, var ég nýkominn úr Reykjavík. Hafði lokið
við síðustu prófin við Menntaskólann í Reykjavík, öðru nafni
stúdentspróf. Mér brá ekkert við það. Hóf mín venjulegu störf,
tók meira að segja til við að hefta bækur og búa þær undir
band,
Svo réðist, að Geir yrði til húsa hjá okkur í Gerði. Hann
fékk annað litla herbergið, milli hjónaherbergis og skrifstofu.
Þar kom hann sér vel fyrir. Ég tók fljótt efir því, að þessi maður
var hirðusamur í besta lagi. Allt, sem hann hafði meðferðis, var
í röð og reglu: Það lxkaði mér vel, sem aldrei þoli að sjá neina
óreiðu á hlutunum.
Geir var einnig í fæði hjá okkur. Það gerði félagsskap