Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 108

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 108
106 BREIÐFIRÐINGUR okkar og kynni nánari en alla mundi. Sjaldan ræddi ég um kennsluna við hann, þó að hún væri honum afar kært umræðuefni. Við ræddum um lífið í sveitinni hans, félagslífið og menningarlifið þar, sem mér skilst, að hafi verið einkar efnilegt. Geir var samvinnumaður fram í fingurgóma, og fylgdi Framsóknarflokknum að málum alla ævi. Þó að Geir hefði ekki langa kennarareynslu að baki, kom í ljós, að hann hafði fullt vald bæði á námsefni og nemendum þeim, sem honum var falið að fræða. Líklega hefði Geir átt að leggja fyrir sig bamakennslu að loknu kennaraprófi, í stað búskaparins í sveitinni, þó að sú atvinna sé langt í frá löstuð út af fyrir sig. Ég held, að hæfileikar Geirs hefðu notið sín betur þar en á því sviði, sem hann lagði fyrir sig á langri ævi. Það var þess vegna, sem kunningi minn einn sagði við Geir eitt sinn: „Þú byrjaðir þrjátíu árum of seint að kenna, Geir minn:“ Listrænir hæfileikar koma sér vel hvar sem er. Geir var gæddur einum slfkum, en það var tónlistin. Flann lærði ungur að leika á harmónium, og var organisti í sóknarkirkju sinni, Hvammskirkju í Dölum, um árabil. Bamaskólinn keypti af mér gamalt orgel, sem notað var nokkuð. Með komu Geirs hófst morgunsöngur í skólanum, Hann lék eitt lag og börnin sungu, ásamt mér. Einnig voru sérstakir söngtímar. Þá var Geir í essinu sínu. Hann lék mörg gullfalleg lög við ljóð þjóðskálda okkar, eins og „Sólskríkjan“ og „Mærin sat við sauma“. Sjálfur setti hann saman nokkur barnaljóð og gaf út í kveri, sem ber nafnið „Bjart er um bernskunnar leið“. Og enda þótt Geir væri ekki mikið skáld, setti hann þama saman nokkur skemmtileg ljóð undir ljúfum lögum. Börnin höfðu að minnsta kosti mjög gaman af þessu. Með tilkomu Geirs í skólann kom nýr andi, ef svo má að orði kveða. Annað kom ekki jafn jákvætt með honum Geir, fannst mér, og vafalaust nokkrum öðrum, en það var tilboð hans um aukakennslu einstökum nemendum til handa, sem hann taldi að væru aftarlega á merinni hvað nám snerti. Mér fannst alltaf,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.