Fréttablaðið - 10.11.2018, Page 2

Fréttablaðið - 10.11.2018, Page 2
K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D Kjóll 5590 kr. Peysa 4790 kr. Veður Norðaustanátt 13-24 m/s og hvass- ast á SA-landi fyrri part dags, en á Vestfjörðum seinnipartinn. Rigning A-til og talsverð úrkoma á SA-landi en dregur úr úrkomu í kvöld. Úr- komulítið V til. sjá síðu 50 Nýr kafli hjá Fréttablaðinu Ritstjórn Fréttablaðsins og skrifstofur Torgs, útgefanda blaðsins, eru fluttar á Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið er með fyrstu fyrir- tækjum sem flytja inn í þetta nýja hverfi í hjarta miðborgar Reykjavíkur og hefur komið sér fyrir á 4. hæð hússins. Nýtt heimilisfang Fréttablaðsins er Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík. Nýtt símanúmer Fréttablaðsins er 550-5000. Netfang ritstjórnar er ritstjorn@frettabladid.is. Fréttablaðið/anton brink Reykjavík „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulista- manninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrif- stofu Jóns,  að kröfu  listamanns- ins,  frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans  í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skila- boð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgar- stjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna full- trúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgar- stjóraembættisins. „Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem ein- staklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sér- stöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það. mikael@frettabladid.is Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. Myndin milljónavirði. banksy vakti ávallt athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVa banksy í stofunni. twitter/Jón Gnarr Dómsmál Konan sem handtekin var vegna bruna á Selfossi sagði lög- reglu að húsráðandinn hefði kveikt í gardínum á neðri hæð hússins. Tvennt lést í eldsvoðanum. Lög- reglustjórinn á Suðurlandi taldi að úrskurða ætti konuna áfram í gæsluvarðhald en Landsréttur felldi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vitnað í yfirheyrslu konunnar þar sem hún segir húsráðandann hafa kveikt í pítsukössum á stofugólfi neðri hæðar hússins. Kvaðst hún hafa skammað manninn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Annað þeirra sem síðar lést hafi komið niður og átt í orðaskiptum en síðan snúið aftur á efri hæðina. Þá hafi maðurinn kveikt í gardínum aftan við sófa í stofunni með kveikj- ara. Þá kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ og ekki muna eftir neinu fyrr en hún var komin út úr húsinu með manninum. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurðinum er rannsókn málsins á frumstigi. Við yfirheyrslu sagðist maðurinn muna óljóst eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stof- unni. Atvik muni hann óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn út um allt. – bsp Maðurinn hafi kveikt í gardínu Við Héraðsdóm Suðurlands. bjöRgunaRmál Sementsflutninga- skipið Fjordvik kom til Keflavíkur um klukkan níu í gærkvöld eftir að björgunarmenn náðu því á flot af strandstað við hafnargarðinn í Helguvík. Á þriðja tug manna vann að því að losa skipið. Tveir dráttarbátar ásamt varðskipinu Tý sigldu með skipið til Keflavíkur. „Ég er að horfa á það út um gluggann og sé ekki betur en að þetta hafi gengið eins og í sögu,“ sagði Kjartan Már Kjart- ansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, við Fréttablaðið í gærkvöld. Setja á Fjordvik í þurrkví í Hafnarfirði. – bsp Fjordvik á flot Fer í þurrkví í Hafnarfirði. Mynd/lHG 1 0 . n ó v e m b e R 2 0 1 8 l a u g a R D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -5 F D 8 2 1 5 A -5 E 9 C 2 1 5 A -5 D 6 0 2 1 5 A -5 C 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.