Fréttablaðið - 10.11.2018, Side 12

Fréttablaðið - 10.11.2018, Side 12
Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 7 1 3 R e n a u lt Z O E 5 x 2 0 n ó v Renault Zoe 41 kWh rafhlaða, 300 km drægi* RENAULT ZOE 100% RAFBÍLL TIL AFGREIÐSLU STRAX! „ÞÚ HLEÐUR SJALDNAR Á RENAULT“ VEGLEGUR VETRARPAKKI Verðmæti allt að 300.000 KR. Með nýjum Renault í nóvember Fyrsta ábyrgðarskoðun · Keramik lakkhúðun fyrir veturinn Gæða vetrardekk · Vönduð gúmmímotta í skott Verð: 3.750.000 kr. Meðal staðalbúnaðar í Renault Zoe er: Lykillaust aðgengi, 7" snertiskjár með bluetooth kerfi, 16" álfelgur, tímastillir á miðstöð með varmadælu, leðurklætt aðgerðarstýri, LED dagljós. *300 km drægi hverrar hleðslu miðast við uppgefnar tölur framleiðanda við staðlaðar bestu mögulegar aðstæður (WLTP) OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 Samsung þróar um þessar mundir hugbúnað fyrir snjallsjónvörp svo að hægt sé að stýra þeim með hugsununum einum saman. Verk- efnið nefnist Pontis og er sérstaklega hugsað fyrir fólk með fötlun. Á ráð- stefnu í San Francisco í vikunni sagði talsmaður fyrirtækisins að Samsung vildi þannig „gera notendum með líkamlegar fatlanir kleift að skipta um stöð eða hækka og lækka með heilanum“. CNet greindi frá þessu. Verkefnið er ekki bara hugmynd heldur var frumgerð til sýnis á ráð- stefnunni. „Við erum sífellt að þróa tækni sem er flóknari, snjallari, en við megum ekki gleyma því að tækn- in þarf að vera sniðin að notandan- um,“ hafði CNet eftir talsmanninum. Til þess að stýra sjónvarpinu mun notandi þurfa að vera með sérstaka hettu sem þakin er skynjurum og horfa í augnmyndavél sem skráir hreyfingar augnanna. Þessi hetta er svo tengd við tölvu sem er síðan tengd við sjónvarpið. – þea Sjónvarpinu verði stýrt með huganum Disney tilkynnti í gær að væntanleg streymisveita fyrirtækisins myndi fá nafnið Disney+ og að hún færi í loftið 2019. Fyrstu viðbrögð margra eru ef til vill að fagna komu streymis- veitunnar enda verður þar að öllum líkindum hægt að streyma helstu titlum Disney-samsteypunnar. Star Wars, Konungi ljónanna, Avengers, Pocahontas og svo mætti lengi telja. En fyrir neytendur er tilefni til að hafa áhyggjur af þessari þróun í streymisheiminum. Undanfarin ár hefur svokallað streymisstríð sífellt verið að harðna. Markaður sem áður einskorðaðist við Net- flix og smærri keppinauta er nú að breytast, hefur reyndar tekið töluverðum breytingum nú þegar. Koma Disney+ á markað þýðir að efni Disney hverfur að öllum lík- indum af til dæmis Netflix, sem er vafalaust vinsælasta streymissíðan hér á landi. Nýr streymisheimur er mun fjöl- breyttari, stærri og flóknari en það sem áður þekktist. Amazon Prime hefur risið hratt, HBO GO nýtur vinsælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafnvel Walmart herja á þennan markað. Sjónvarpsstöðvar eru sömuleiðis farnar að bjóða upp á sínar eigin streymisveitur. Jafnt inn- lendar sem erlendar. Og samkeppnin er hörð. Indie- Wire fjallaði um það fyrir mánaða- mót að kveikt hefði verið á túrbó- Streymisstríðið harðnar stöðugt Sífellt fleiri streymisstríður koma á markað. Disney+ er væntanleg á næsta ári en síður á borð við Amazon Prime hafa veitt Netflix mikla samkeppni. Þessi fjölbreytni boðar bæði gott og vont fyrir neytendur. TÆKNI Disney+, streymissíða Disney-samsteypunnar, kemur á markað á næsta ári. stillingunni í streymisstríðinu. „Netflix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla samkeppni. En nú þegar nýir aðilar koma á markað er ljóst að stríðinu er hvergi nærri lokið. Þótt áhorfendur fái fleiri valkosti gætu þeir þurft að borga æ meira í áskriftargjöld, hafi þeir áhuga á efn- inu,“ skrifaði blaðamaður IndieWire. Þar sem samkeppnin er hörð er erfitt að sjá fyrir sér að sama efni verði aðgengilegt á mörgum mis- munandi veitum. Áhugafólk um gott sjónvarp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveimur veitum í hverjum mánuði. En í þessari harðnandi samkeppni má samt finna jákvæð tíðindi fyrir neytendur. Öruggasta leiðin fyrir hverja streymisveitu til að trekkja að notendur er að vera með gott efni. Og einfaldasta leiðin til að geta boðið upp á gott efni er einfald- lega að framleiða það sjálf. Netflix tilkynnti til að mynda fyrr á árinu að fyrirtækið hefði sett framleiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvikmynda á dagskrá og Amazon sagðist vera með 105 verkefni í gangi. thorgnyr@frettabladid.is Netflix er opin á þessum síma en kannski verður það Disney+, Amazon Prime og HBO GO næst. NOrDicPHOtOs/AFP samsung þróar nú hugsanastýrð snjallsjónvörp. NOrDicPHOtOs/Getty 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -8 2 6 8 2 1 5 A -8 1 2 C 2 1 5 A -7 F F 0 2 1 5 A -7 E B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.