Fréttablaðið - 10.11.2018, Page 18

Fréttablaðið - 10.11.2018, Page 18
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunar­ aðgerðum stjórnvalda? Frá ágúst­ byrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörð­ un stjórn­ valda að fella gengi íslensku krónunnar? EMBASSY OF CANADA - VEHICLE FOR SALE Sendiráð Kanada - Bíll til sölu • VOLVO XC-70 (TV-951) • Árgerð 2007 • Bensín - Sjálfskiptur • Ekinn 80,000 km • Sölusköðun frá Brimborg fylgir með. Upplýsingar í sima 575 6509 á milli 9. og 12. TILBO Ð ÓSKA ST Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granatepl- um, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði rit- stjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og menn- irnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunar- fræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandel- son var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Bla ir er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá póli tísk um samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Nott ing Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlands- málaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér emb- ætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannar- lega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þing- fundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn. Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hvers- dagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrm- andi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið. Bjarni og heimilisbókhaldið Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfs-hóps með full trúum forsætis- og fjár mála ráðu-neyt is og Seðla bank ans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðs mynda grein ing u vegna mögu-legra áfalla í rekstri WOW air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot WOW hefði á þjóðarbúið. Niður- stöðurnar voru að gjald þrot félagsins gæti leitt til að lands fram leiðsla drægist saman um tæp þrjú pró sent og gengi krón unnar gæti veikst um allt að 13 pró sent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall WOW gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu pró- sent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysis- skrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar WOW hafa verið til umræðu. Framan- greindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt WOW, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru líf- eyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættis- menn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á WOW í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höf um við fylgst grannt með þess um mál um um nokk urt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráð- herra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupp- lýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugs- unarefni. Hluthafar Icelandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórn- valda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar? Innherjar víða 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -6 9 B 8 2 1 5 A -6 8 7 C 2 1 5 A -6 7 4 0 2 1 5 A -6 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.