Fréttablaðið - 10.11.2018, Side 41

Fréttablaðið - 10.11.2018, Side 41
Allt sem við innbyrðum fer gegnum meltingarveginn og frásogast þar út í líkamann en hlutverk næringarefnanna er marg- víslegt og hefur áhrif á mismunandi líkamsparta eða líffæri. Þegar við hugum ekki að því að næra okkur rétt hefur það áhrif á heilsufar okkar á svo marga og mismunandi vegu og flest matvæli sem við þolum illa ásamt ruslfæðu kemur ólagi á meltinguna og oftar en ekki á húðina líka. Húðin, sem er okkar stærsta líffæri, þarfnast góðrar umhirðu og er það fyrst og fremst það sem við látum ofan í okkur sem hefur áhrif á heilbrigði hennar og útlit,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir heilsumarkþjálfi. Mælt með af húðlæknum Hýalúronsýra er sennilega best þekkt sem innihaldsefni í „anti- aging“ andlitskremum en hana er einnig oft að finna í liðbætiefnum, frunsumeðferðum, augndropum og varasalva. Hýalúronsýra er líka eitt af því sem margir húðlæknar hafa mælt með vegna eiginleika hennar til að bæta áferð húðar, gefa henni fyllingu og raka. Að auki getur hún haft góð áhrif á liði sem eru farnir að stirðna sem og önnur einkenni sem fylgja oft hækkandi aldri. Náttúrulegt bótox? Hýalúronsýra er eitt helsta vatns- bindiefni líkamans og getur hún viðhaldið hátt í 1.000-faldri þyngd sinni af vatni í húðfrumum. Það virkar eins og smurning fyrir liðina og er afar mikilvægt fyrir húðina. Þetta efni finnst í nánast hverri ein- ustu frumu líkamans en með hækk- andi aldri dregur úr framleiðslu þess sem sést best í minni teygjanleika húðarinnar og hrukkumyndun. Það tengist einnig augum og ýmsum vefjum þar sem það hjálpar til við að varðveita kollagen og auka mýkt og teygjanleika eins og til dæmis í liðum en stirðir liðir lagast við að fá aukið magn af hýalrúronsýru. 50% hýalúronsýru eru í húð Um 50% af hýalúronsýru í líkam- anum er að finna í húðvef. „Á yngri árum er húðin bæði mjúk og teygjanleg og líkaminn endurnýjar þetta efni stöðugt. Þegar við eld- umst missir húðin raka og fyllingu og er því afar hollt fyrir líkamann að fá aðstoð við endurnýjun með inn- töku. Það getur stuðlað að hækkuðu rakastigi húðarinnar og bætt ásýnd hennar verulega,“ segir Hrönn. Hýalúronskot – eitt á dag! Skin Care Hyaluron Shot eru lítil skammtaglös sem drukkið er úr og þannig eru efnin tekin upp gegnum meltingarveginn og skila þau sér þangað sem þeirra er þörf. Ásamt hýalúrónsýrunni inniheldur Skin Care Hyaluron Shot™ hafþyrni sem inniheldur næringarefni sem ýta undir heilbrigði húðar, C-vítamín sem hjálpar okkur að framleiða eigið kollagen, plöntuna Tagates Erecta (klæðisblóm) sem inniheldur öflug andoxunarefni sem næra húðina og kollagen sem er uppbyggingarprótein húðar- innar. Skin Care Hyaluron Shot er gott fyrir margar sakir: l Gefur húðinni fyllingu l Húðin fær fallegri áferð l Dregur úr fínum línum og hrukkumyndun l Vörn gegn óæskilegum efnum í andrúmslofti l Hentar öllum húðgerðum „Eins og áður kom fram er alltaf besta leiðin til að viðhalda heil- brigði að næra líkamann innan frá og eru hýalúronskotin frábær viðbót við góða næringu. Mælt er með að í upphafi inntöku sé drukkið eitt skot daglega í minnst 30 daga til að sjá og finna mark- tækan mun á húðinni.“ Hægt er að taka Skin Care Hyal- uron Shot™ eitt og sér eða taka það með Skin Care Collagen Filler™ sem hluta af daglegri umönnun húðarinnar. Sölustaðir: Aptótek Melissa Dream er vísindalega samsett náttúrulyf, hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni Betri svefn Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljógvandi áhrif. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á www.artasan.is „Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis Valið besta bætiefni við streitu hjá National Nutrition í Kanada Melissa5x10 copy.pdf 1 13/04/2018 11:11 Besta leiðin til að viðhalda heilbrigði er að næra líkamann innan frá og eru hýalúronskotin frábær viðbót við góða nær- ingu. Fegurðin kemur innan frá Hyalúronsýra styður við uppbyggingu húðar, viðheldur þéttleika hennar og eykur styrkleika. Hyaluron Shot inni- heldur einnig kollagen, fitusýrur, jurtir og andoxunarefni sem næra húðina. Hyalúronsýra er eitt af því sem margir húðlæknar hafa mælt með vegna eigin- leika hennar til að bæta áferð húðar, gefa henni fyllingu og raka. Hrönn Hjálmars- dóttir heilsumark- þjálfi FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 0 . n óV e m b e r 2 0 1 8 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 A -E A 1 8 2 1 5 A -E 8 D C 2 1 5 A -E 7 A 0 2 1 5 A -E 6 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.