Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 29

Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 29
BREIÐFIRÐINGUR 29V STU BYG Ð einnig var fiskur notaður til vöruskipta. Breiðafjörður er mikil matar­ kista og í mestu harðindum sótti fólk þangað víða að af landinu. Ekki var það þó landbúnaðurinn sem gaf mest af sér heldur margs konar sjávarfang, fiskur, selur, fugl og jafnvel hvalur. Þekkt er sagan af Eggerti Ólafssyni í Hergilsey sem bjargaði tugum manna í Móðuharðindunum eftir Skaftárelda. Fóru þá hópar manna á vergang vestur í Breiðafjörð og er sagt að Eggert hafi flutt sextíu til sjötíu manns í nokkrum ferðum á áttæringi sínum, Hring, út í Oddbjarnarsker og nærði fólkið þar á fugli, eggjum og sjávarfangi. Hann flutti þrjár kýr út í Sker og notaði verbúðirnar sem þar voru fyrir fólkið og hvolfdi Hring til að allir gætu fengið skjól.2 Á harðindaárunum sem voru í lok 19. aldar var oft þröngt í búi í Breiðafjarðareyjum eins og annars staðar. Köld sumur og lítill afrakstur af búskapnum og stundum lítið að hafa úr sjó vegna slæmra gæfta og fiskleysis. Til dæmis var klára fisklaust í Bjarnareyjum vorið 1885 og fram á sumar, bág veðrátta og harðindi til lands og sjávar. Þeir sem sóttu undir Jökul höfðu það best. Vermenn voru komnir snemma heim að vestan frá Brunnum og sáu ekki ástæðu til að vera þar lengur vegna ótíðar og fiskleysis.3 Nytin úr kúnum skipti þá miklu í svona harðindum. Þetta kemur vel fram í grein Más Jónssonar: „Skrifað úr Skáleyjum 1882–1886“ sem birtist í Árbók Barðastrandarsýslu 2012.4 Verstöðvar Verstöðvar voru þar sem lending var góð og stutt á miðin. Mikilvægara virðist samt hafa verið að stutt væri á miðin en að lending væri góð því ótrúlegt er hve sumar lendingar voru erfiðar. Í Láturdal utan við Hænuvík voru gerðir út tólf bátar á tímabili og þótti lendingin þar sérlega hættuleg. Úr Láturdal reru einkum menn úr Patreksfirði en stutt er þaðan á góð mið. Þá var einnig auðvelt að flytja aflann inn í fjörð á bátum frá Láturdal. Á stöðum þar sem hægt var að lenda bát en ekki hægt að koma honum undan sjó var kallað undansátur en uppisátur þar sem hægt var að taka bátana upp. Uppisátri fylgdi aðstaða til útgerðar sem nefnd var vergögn. Það var lendingin, rými fyrir aðgerð, hjallastæði, grjóttak í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.