Breiðfirðingur - 01.04.2016, Side 78
BREIÐFIRÐINGUR78
innan Hrafnanessins sem nefnist Ruddys (Ruddes), en ég hafði aldrei
séð hann, ekki móðir mín heldur, hafandi þó alið nær allan sinn aldur á
Barðaströndinni. Ástæðan er sú að vegurinn liggur ofan hans og hef ur
alltaf gert það, líka þegar móðir mín fór hér um á hesti unglingur, Rud
dys er aðeins sjáanlegur gangir þú undir bökkunum á Grafarhlíðinni
sem er á milli Hvamms og Rauðsdals. Já, hvað er það sem gerir stað að
stað? Er það það að þú hafir komið þangað eða heyrt eða lesið um hann
– jafnvel séð mynd af honum? Eru staðir þá ekki til fyrr en við upplifum
þá á einhvern hátt? Það er nokkuð til í því, að minnsta kosti fyrir okk
ur sjálf. Það er misjafnt hvernig við upplifum staði og þeir eru ávallt í
tengslum við þann sem upplifir, þannig að þín upplifun af staðnum gerir
hann að þeim stað sem dvelur með þér síðar og þú getur jafnvel horfið
til hvar sem þú ert. Það má segja að hann hafi á einhvern hátt samlagast
þér eða þú honum. Við getum engu að síður gert okkur hugmyndir um
staði en oft er upplifunin önnur – stundum ber þar mikið í milli.
Upp frá þessu fór ég að ganga meira um Barðaströndina og það má
segja að það hafi orðið að ástríðu án sérstaks tilgangs annars en að fóðra
þessa þrá mína fyrir landinu og náttúrunni allri. Ég gekk dali, fjalla
skörð og lagði á fjöllin – fjallatopparnir heilluðu sérstaklega. Það er
eitthvað sérstakt við það að hafa yfirsýn og tengja þannig og anda djúpt
ofan í maga af frelsi og fögnuði. Það var í þessum ferðum mínum sem
Barðaströndin talaði til mín á einhvern sérstakan hátt, il við jörð. Það
var engu líkara en hún vildi fá að ferðast, þessi ferðarinnar staður, fá að
hefjast upp úr lyngivöxnum brekkum sínum og mildum sandi, hrika
legum klettum og háum fjöllum – Barðaströndin, svo fögur en samt
svo fjarri, ekki vegna fjarlægðarinnar sjálfrar, heldur vegna þess að hér
hefur enginn sagt fólki hvers vegna það skyldi stoppa þar. Barðaströnd
in hefur í gegnum tíðina verið gegnumstreymisstaður, non place, sem
fólk á leið um á leið sinni annað. Það var á þessum tímapunkti sem ég
stoppaði við og ákvað að ganga markvisst um Ströndina og í raun meira
en það, Barðastrandarhrepp eins og hann leggur sig og telur því einnig
Vatnsfjörð og Hjarðarnes, og skrifa um það.
Það er merkilegt að skoða gegnumstreymi og hreyfanleika staða
og í því augnamiði langar mig að tala um gamlar alfaraleiðir í Barða