Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 20
18
HELGA KRESS
SKÍRNIR
sjóvar sorti / og súgandi bára ...“30 í kvæði Jónasar hefjast tvö
fyrstu erindin á línum úr vísu Ketilríðar, hafðar innan gæsalappa
sem sýna að þær eru tilvitnanir í fyrri tíma orðaða (og myndgerða)
sorg: ,„Leiður er mér sjávar sorti / og sólgáruð bára‘“ (I, 155) og
„,Eigi mega á ægi / ógrátandi líta' / móðir, systur, síðan / sjá ei bróður
góðan.“ (I, 156) Andstætt stúlkunni í „Meyjargráti“ Schillers tekst
Ketilríði að gráta unnusta sinn úr helju, hann var ekki týndur en
kom aftur. Fjórða erindið í kvæði Jónasar hefst á línum úr vísu Víg-
lundar sem á leið heim sér landið rísa úr sjó og hugsar óþreyjufullur
til unnustunnar. Línurnar eru svo til eins að öðru leyti en því að
Jónas breytir fyrstu persónu í aðra persónu og gerir bróðurinn að
ljóðmælanda: ,„Sól gengur síð undir múla! / svo langar þig þangað‘.“
(1,156)31 Athyglisvert er að í eftirmælunum er ekki minnst á dönsku
unnustuna, heldur þráir hinn látni að komast heim til móður sinnar
og landsins. Honum er snúið við eins og Gunnari í „Gunnars-
hólma“ (og Njálu): „Því Gunnar vildi heldur bíða hel / en horfinn
vera fósturjarðarströndum.“ (I, 79)
í „Kveðja og þökk íslendinga til Alberts Thorvaldssens“ er Island
lífgað sem móðir og þrá hennar eftir listamanninum, syni sínum, lýst
með vísun í þulu Helgu Bárðardóttur í Bárðarsögu Snxfellsáss sem
þar kveður útlæg á Grænlandi um heimþrá sína til Islands. Bæði
byrja kvæðin á lýsingarorðinu „sæll“, einu eftirlætisorði Jónasar
(ásamt nafnorðinu ,,sæla“). Orðið er í kvenkyni, þetta er kvenleg til-
finning, kvenleg þrá, enda strax skilyrt af samtengingunni „ef“:
Sæl værag,
ef sjá mættag
Búrfell og Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
og Ondvertnes,
Heiðarkollu
og Hreggnasa ...32
Sæl þættist hún
ef hún sjá mætti
yndi fegurst
augna sinna ... (I, 96)
30 Víglundar saga 1959:84.
31 Samarit:105, enþar hljóðar þettasvo: „Sól gengur síð und múla, / slíkt langar mig
þangað."
32 Bárðar saga Snxfellsáss 1991:115-116.