Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 23
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
21
tugum flokki, og ortum eftir svo opinbera persónu sem Magnús
Stephensen konferensráð, notuð í stefi til að halda flokknum saman
sem eins konar sýn hennar en lifnar ekki við sem mynd: „Uti sat
und hvítum / alda faldi / fjallkonan snjalla / fögur ofan lög.“ (1,147-
154)39
La belle
Samkvæmt athugunum Jakobs Benediktssonar á lýsingarorðum í
Ijóðum Jónasar Hallgrímssonar kemur „fagur“ þar oftast fyrir, alls
áttatíu og tvisvar ósamsett og þrjátíu og sex sinnum í samsetningum.
Algengast er að það sé notað um landslag og gróður en þar á eftir um
konur og kvenlega fegurð, oft í merkingunni bjartur, ljós. Þá er það
einnig notað um raddir og hljóma. Eftirlætislitur Jónasar er „blár“,
notaður um himin, haf og vötn, landið í fjarska, þ.e. bláma fjar-
lægðarinnar, sem kallast þannig á við græna litinn, þann næst-
algengasta hjá Jónasi, um grös og gróður, það sem nálægt er.40 Jakob
nefnir ekki hvaða lýsingarorð Jónas notar um skáldskap, en það er
orðið „fallegur", merkingarlega nokkurn veginn það sama og fagur,
að öðru leyti en því að það ber ekki í sér birtuna eins og landið og
konan. „Ég fer sem næst um skáldskapinn þinn,“ segir systirin í
„Grasaferð" við frændann, „það er sjálfsagt eitthvað fallegt“ (I, 289),
og hann bergmálar: „Það eru nógu falleg kvæði“ (I, 294). Skáld-
skapur á að vera fallegur, efnið sett fram í „fagurlegri mynd“, eins
og segir í rímnadómnum, en það er erfitt, ef ekki ómögulegt. „Ég
ætlaði mér að yrkja / einhvern fallegan brag / en þegar til á að taka
/ ég tími því ekki í dag“ (I, 276), segir Jónas í upphafi lengra kvæðis
sem fjallar þannig um sjálft sig og hvernig það ekki verður til, dæmi-
gerður metatexti um skáldið að yrkja hann.41 Þá var Jónas lengi með
39 Magnús Stephensen lést árið 1833 en kvæðið er yngra, ort eftir pöntun og
prentað með öðrum erfiljóðum eftir Magnús árið 1842 (Jónas Hallgrímsson 1989:
IV, 165).
40 Jakob Benediktsson 1961.
41 Þetta kvæði hefur þótt svo ólíkt Jónasi að útgefendur hafa sumir efast um að það
væri eftir hann. Það er ekki í frumútgáfu þeirra Konráðs Gíslasonar og Brynjólfs
Péturssonar á ljóðum Jónasar frá 1847, jafnvel þótt þeir hefðu það uppskrifað í
fórum sínum (Jónas Hallgrímsson 1929-1937:1, 369-370).