Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 151
SKÍRNIR
HANN LAGÐI OKKUR í RÆSIÐ ...
149
kona, risavaxinn persónuleiki, að því er fólk segir, sem þessi skáld-
saga mun aldrei geta rúmað, þótt löng sé“ (Kristjana Guðbrandsdótir
2011). Þessi orð Hallgríms má þó ekki túlka svo að höfundurinn
hafi haldið sig við ákveðin afmörkuð persónueinkenni Brynhildar
á kostnað annarra, því að í persónusköpun sinni slítur hann sig um
flest frá fyrirmyndinni þótt hún sé honum ofarlega í huga í kynn-
ingu á skáldsögunni.
Steingrímur St. Th. Sigurðsson skráði ævisögu Brynhildar, Ellefu
líf. Þegar hún er borin saman við skáldsögu Hallgríms birtast gjör-
ólíkir persónuleikar sem hér verður leitast við að varpa ljósi á. Sögu-
hetja Hallgríms, Herbjörg María Björnsson, á það sammerkt með
Brynhildi Georgíu Björnsson (1930-2008), að vera barnabarn
Sveins Björnssonar (1881-1952), sendiherra og fyrsta forseta Is-
lands, og konu hans, Georgíu Björnsson (1984-1957). í skáldsögu
Hallgríms heita foreldrar Herbjargar Hans Henrik Björnsson og
Guðrún Marsibil en foreldrar Brynhildar voru Björn Sv. Björnsson
(1909-1998) og María Jakobína Bóthildur Jónsdóttir Maack (1913-
1966). Hans Henrik gengur rétt eins og Björn Sv. Björnsson nas-
ismanum á hönd og býr eins og hann í Þýskalandi og Danmörku á
stríðsárunum.2 Báðir flytja þeir síðan til Argentínu eftir að stríðinu
lýkur. Herbjörg og Brynhildur eiga það sameiginlegt að hafa á
stríðstímanum verið í Kaupmannahöfn og á eyjunni Amrum í
Norðursjó, en á meðan skotið var skjólshúsi yfir Brynhildi hjá vina-
fólki föður hennar, flækist Herbjörg alein og yfirgefin um Þýskaland
og skóga Póllands í þrjú ár, frá því í mars 1942 til stríðsloka vorið
1945.
Herbjörg María er kona sem lifir af hörmungar stríðsáranna.
Sagan hefst árið 2009 þegar hún býr í bílskúr og glímir við krabba-
mein. Sem gömul kona er hún fyndin, stríðin, groddaleg í tali og
stundum klámfengin, hún er bitur og jafnvel kaldlynd, og á ekki í
neinu sambandi við strákana sína þrjá nema að hún virðist fylgjast
með þeim á ólöglegan hátt með hjálp tölvuþrjóta. Hún gerir t.d.
2 Faðir Brynhildar, Björn Sv. Björnsson, lýsti lífshlaupi sínu í varnarritinu Ævi mín
og sagan sem ekki mátti segja (1989). Björn var foringi í þýska hernum á stríðsár-
unum.