Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 30
28
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Eggerts hefst það á kvengervingu landsins ásamt spurningu móður-
innar í „Islandi" hans sem ljóðmælandi Jónasar gerir að sinni og
beinir til hennar:
Island! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best? (I, 63)
Eins og oft hefur verið á bent svipar kvæði Jónasar mjög til „Island"
eftir Adam Oehlenschláger sem hefst á svipuðu ávarpi: „Island!
Oldtidens 0e! Ihukommelsens vældige Tempel.“56 Upptalning á
fornaldarhetjum er sú sama (en hana er reyndar einnig að finna í
„Islandi" Eggerts), hátturinn er sá sami (hexameter), og bæði byrja
kvæðin á því að ávarpa landið, Island. En kvengerving þess, móður-
myndin, er ekki hjá Oehlenschláger. Hún er íslenskt framlag Jón-
asar, komin úr „Islandi“ Eggerts, en fegruð, með áherslu á hárið,
táknmynd kvenleikans, hrímhvítt. Kvæðum þeirra beggja er ætlað
að vekja þjóðina, Islendingana til dáða. Með því að kvengera landið
sem móður, og sýna hana gamla, höfða þeir til karlmennsku, ef ekki
sektarkenndar, sonanna sem mega ekki bregðast.
Kvað hann um fold og fagra mey
í formála sínum að Kvœðum gefur Eggert Ólafsson yfirlit yfir ís-
lenska og erlenda skáldskaparfræði ásamt skilgreiningu á því hvað
sé að vera skáld, eða öllu heldur hvað sé að vera ekki skáld. Hann
segir:
... má af þessu öllu saman skilja, hvað útkrefst til að vera fullkomið skáld,
og að margir eiga ei með öllu það nafn, þó þeir megi sæmilig skáld heita.
Sumir kveða bæði fljótt og liðuglega, en þá vantar efni, innföll og andagift;
56 Kvæði Oehlenschlágers er til í tveimur gerðum. Hér er vitnað til yngri og styttri
gerðarinnar frá 1823, sem líklegra er að Jónas hafi haft fyrir sér, sbr. Oehlen-
schláger 1823:182-183, en þar er kvæðið 14 línur, og eyjan forn, sbr. fornaldar-
frægðina hjá Jónasi. I eldri og lengri gerðinni frá 1805 er það 40 línur og hefst á
orðunum: „Island, hellige 0e! Ihukommelsens vældigste Tempel!“ (Oehlen-
schláger 1805:233-236). Sveinn Yngvi Egilsson (1999:344) telur líklegt að kvæði
Jónasar hafi verið hugsað sem svar við hástemmdri fornaldardýrkun Oehlen-
schlágers og hafi Jónas með því viljað bæta um betur.