Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
45
upp á endalausar tilgátur um hver það kunni að vera en er þó bara
til í texta.90
I stökum Jónasar takast á útlönd og Island, myrkur og birta,
kuldi og hlýja, vetur og sumar, dauði og líf, og þeim lýkur á eins
konar upprisu þar sem hann, íslenska skáldið, fylgir sólinni „heim“:
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju;
ó, að eg væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju!
Þetta er ástarjátning til lands og konu í senn, kveðja sem um leið er
snúið upp á með rómantískri íróníu, upphrópuninni og tvítekningu
orðsins nýr, sem skerpir tilfinninguna, og gerir það nýtt. Skáldið
kemst ekki en það gerir kvæði hans, sólarljóðið úr gröfinni, um
landið, konuna, skáldskapinn, ástina og íslenskasta skáldið, sífellt
nærverandi þótt annað sé fjarri.
Heimildir
Óprentaðar heimildir
Lbs 200 NF. Bréfa- og bandritasafn Halldórs Laxness. Handritadeild Landsbóka-
safns.
Prentaðar heimildir
Adorno, Theodor W. 1958. „Rede iiber Lyrik und Gesellschaft." Noten zur Literatur,
73-104. Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag.
Bdrðar saga Snœfellsáss. 1991. íslenzk fornrit. XIII. Þórhallur Vilmundarson og
Bjarni Vilhjálmsson gáfu út. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.
Benedikt Gröndal. 1923. Dxgradvöl: Æfisaga mín. Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls
Árnasonar.
Bjarni Thorarensen. 1935. Ljóðmœli. I—II. Jón Helgason bjó til prentunar. Kaup-
mannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag.
Brun, Friederike. 1795. Gedichte von Friederike Brun, geb. Miinter, herausgegeben
durch Friedrich Matthisson. Zurich: Orell, Gessner, Fússli u. Comp.
90 Um fyrirmyndir Jónasar að hinum og þessum konum í ástarkvæðunum, sem
rannsóknasagan hefur verið mjög upptekin af, sjá yfirlit í riti Páls Bjarnasonar
(1969:53-59); einnig í bók Páls Valssonar (1999) undir uppsláttarnöfnunum Þóra
Gunnarsdóttir, Kristjana Knudsen og Hólmfríður Jónsdóttir.