Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
UNIR AUGA ÍMYND ÞINNI
19
Á sama hátt og Helga Bárðardóttir telur upp hvert örnefnið eftir
annað og framkallar þar með fyrir sér landið sem hún þráir leitast
móðirin/landið í kvæði Jónasar að særa til sín soninn, Islendinginn,
með hliðstæðri upptalningu: „Heklufjall / og Hofsjökull, / Bald-
jökull, Bláfell / og Baulutindur, / Hólmur, Hegranes / og Hlíðin
góða.“ (I, 98)33 Þannig nýtir Jónas sér oft þuluna með hliðskipuðum
atriðum þar sem ekkert er öðru fremra. Þetta einkennir m.a. eitt
þekktasta kvæði hans, „Dalvísu", sem Halldór Laxness kennir við
litaníu, þ.e bænaákall, bænasöng.34 Dalurinn er „sæludalur" þar sem
skáldið staðsetur sig í huganum innan um náttúrufyrirbrigðin sem
hann lífgar, talar við og ákallar, hvert fyrir sig:
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum! (I, 179)
Þannig fer hann um dalinn í fimm erindum þar sem hann kallar upp
og heilsar hverjum stað í upphrópunum og endurtekningum.35 Orð
hans verða að heyrast og langt að fara. Eins og fleiri ættjarðarkvæði
Jónasar endar það á bæn: „Sæludalur! sveitin best! / sólin á þig
geislum helli!“ (1,180)36
33 Þessa sýn á landið sem örnefni útfærir Jónas í kvæðaflokknum „Annes og eyjar“
þar sem hann ferðast um landið allt í huganum og hver staður fær sitt kvæði (I,
250-256).
34 Hann segir: „,Dalvísur‘ hans eru fremur safn af ljóðlínum en kvæði, því það er
hvorki upphaf né endir á þeim og engin stígandi...“ (Halldór Laxness 1929:87).
35 Sbr. einnig Dagnýju Kristjánsdóttur (1989:344-345) um ákallið sem tilraun til
persónugervingar í ljóðum Jónasar út frá kenningum Jonathans Culler: „Þegar
náttúran eða óhlutstæð fyrirbæri eru gerð að persónu á þennan hátt sýnir ákallið
og óskhátturinn hvort tveggja í senn að það samband sem komið er á fót er ekki
veruleiki, er skáldskapur og að skáldið vill ekki að svo sé.“
36 Orðið „sæludalur" hefur Jónas úr „Búnaðarbálki" Eggerts Ólafssonar (1832:30)
sem þar lýsir svo útópíu sinni: „Hér opnast sæludalur. Hér er landslagið, land-
fugla, dýra og fiska athöfn og eðli, allt fullt af ánægju."