Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 32
30
HELGA KRESS
SKÍRNIR
kvæðið í brjóst er hvort tveggja í senn skáldskapargyðja og tákn-
mynd landsins, huldan í hamrinum. Ljóðmælandi, sá sem ekki er
skáld, svarar kalli hennar með því að endurvarpa því og biðja hana
að koma til sín: „sólfagra mey! djúpt undir bergi bláu, / bústu að sitja
vini þínum nær“ (I, 116). Þannig ávarpar hann hana ýmist með
„Hulda!“, „ó, Hulda!“, „ó, Hulda kær“, „mín Hulda kær!“ (átta
sinnum) eða „sólfagra mey!“ (fimm sinnum), og það í upphróp-
unum eins og til að halda henni hjá sér eða fullvissa sig um að hún
hlusti.60 Það fyrsta sem hann sér þegar hún birtist er döggvott hárið,
„fagurt lokkasafn“ (I, 118), kvenleikinn sjálfur.61
Sviðsetningin er sú sama og í „Grasaferð". (Karl)skáldið og
konan sitja saman í fjallshlíð og tala um skáldskap. Þetta er útópían.
I „Grasaferð" varð hún að sitja þétt upp við hann til að hann gæti
sagt frá, í „Hulduljóðum“ verður hún að halla sér að honum svo að
hann geti ort:
Hér vil eg sitja, hér er okkar staður,
ó, Hulda! þar til sól úr ægi rís.
Hallaðu lokkahöfði bjarta þínu,
mín Hulda kær! að vinarbrjósti mínu. (I, 119)
Svo mikil áhersla er lögð á snertinguna við hárið að bónin er endur-
tekin í upphafi þarnæsta erindis, forsenda þess að skáldið geti ort:
„Hallaðu lokkahöfði bjarta þínu / að hjarta mér sem nú er glatt og
traust, / hallaðu þér nú hægt að brjósti mínu.“ (1,119) Meðan hann
yrkir fylgist hann með viðbrögðum hennar og leitast við að túlka
þau. „Hulda! hví grípa hendur þínar Ijósu / um hendur mér og hví
svo viknar þú?“ (I, 121)
Hulda er ekki aðeins skáldskapargyðja, hún er einnig ástargyðja,
unnusta skáldsins Eggerts Ólafssonar sem hún særir fram fyrir
sjónir ljóðmælanda og hann lýsir fyrir henni um leið og hann
60 Um dramatísk stílbrögð í „Hulduljóðum", sjá Dagnýju Kristjánsdóttur 1992:
113 o.áfr.
61 Eins og Guðrún Nordal (1994) hefur bent á er margt líkt með „Hulduljóðum"
og „Sæunni hafkonu", þýðingu Jónasar á kvæði eftir Heine (úr flokknum
„Heimkehr"). Bæði lýsa þau þokukenndum heimi við strönd og samskiptum
karlskálds við hafmeyju/huldukonu.