Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 165
SKÍRNIR
HANN LAGÐI OKKUR í RÆSIÐ ...
163
systur sinni gerði hann vanskapling. Úr ömmu sinni skoplitla skopmynd.
Sína eigin móður að óbyrju. Og barnsmóður að skækju. Móður hennar að
mölflugu. [...] Því þessi maður. Hann gat ekki elskað konur. Hann gat
aðeins elskað. Sitt eigið nafn. (Hallgrímur Helgason 2001: 236-238)
Viðbrögðin við skáldsögunni Konan við 1000° minna óneitanlega
um margt á stöðu Einars J. Grímssonar í ofangreindri senu en Höf-
undur Islands er, eins og frægt er orðið, uppgjör Hallgríms við
Halldór Laxness. Áðurnefnd orð Hallgríms um að hann „hafi hér
frekar valið að vera góður rithöfundur en góð manneskja“ bera þess
merki að hann sé sjálfur fórnarlamb þeirrar aðferðar sem Einar J.
Grímsson og Halldór Laxness beita í sögum sínum. I Höfundi Is-
land býr undirliggjandi gagnrýni á kuldann sem slík aðferð felur í
sér gagnvart lifandi fólki: „Hvað er mannslíf þegar litteratúr er ann-
ars vegar? Fólk sem lifir einn mannsaldur, í mesta lagi“ (Hallgrímur
Helgason 2001: 349).6
Þó má ekki gleyma að sú aðferð að nota raunverulegt fólk sem
fyrirmynd eða innblástur í skáldverk er algeng hér á landi sem og
annars staðar og hana má sjá í verkum jafn ólíkra höfunda og Álf-
rúnar Gunnlaugsdóttur (Yfir Ebrofljótið, 2001), Böðvars Guð-
mundssonar (Enn er morgunn, 2009), Vigdísar Grímsdóttur (Trúir
þú á töfra, 2011), Óskars Árna Óskarssonar (Skuggamyndir úr
ferðalagi, 2008), Einars Más Guðmundssonar (Englar alheimsins,
1993, og þríleikurinn sem hefst með Fótspori á himnum, 1997,2000
og 2002), Einars Kárasonar (Þar sem Djöflaeyjan rís, 1983, og fram-
haldssögurnar tvær, 1985 og 1989), auk fjölda erlendra dæma. Lík-
lega býr mikilvægasta áminningin í fyrirsögninni á grein Guðrúnar
Jónsdóttur. Konan við 1000° er „tólfta lífið“ og stendur þannig sem
sjálfstæð saga en ekki sem greining eða úrvinnsla á þeirri ævisögu
sem þegar er til um Brynhildi. Við 1000° líkamnar Herbjörg ekki síst
eina af hrikalegustu ógnarstjórnum sem mannkynið hefur litið, en
sögupersónan er „með öll þessi eiturefni í skrokknum" (52). Eða
6 Hallgrímur (2001:237) dregur upp gamalkunna mynd af þjóðskáldinu, skáldi sem
getur verið greinandi þjóðfélagsmeina en er harðstjóri í eigin lífi: „Rithöfundar
eru hafðir í miklum metum. Hetjur hverrar þjóðar. En þeir eru eins og eldfjöll.
Tignarlegir í fjarlægð en böl þeim sem nær þeim búa.“