Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 24
22
HELGA KRESS
SKÍRNIR
„Hulduljóð“, ævikvæði sitt, og lauk því aldrei. Hann byrjaði á
kvæðinu í Islandsferð sinni 1839-1842 þar sem hann fetaði í fótspor
Eggerts Ólafssonar í rannsóknaleiðangrum um landið. í bréfi til
Konráðs Gíslasonar, dagsettu í Reykjavík 6. mars 1841, segist hann
vera að kryfja kútmaga og skelettera fugla, en „þess á milli að yrkja
,Hulduljóð‘. Það verður fallegt kvæði.“ (II, 66) í bréfi til Brynjólfs
Péturssonar, dagsettu í Sórey 25. febrúar 1844, svarar hann fyrir-
spurn um kvæðið fyrir Fjölni og segir: „Ég fæ mig aldrei til að taka
á honum Eggerti (ég meina Hulduljóð), svo ég kem honum vænt-
anlega ekki í þetta árið þó ég hefði feginn viljað það. Þú trúir því
ekki hvað ég á örðugt með að brjótast fram úr því sem ég er að kafa
í ...“ (II, 190). Þessu svarar Brynjólfur í bréfi, dagsettu í Kaup-
mannahöfn 11. mars 1844: „Mikið er það sárt, að Hulduljóð eru
ekki búin, en hvað tjáir um það að tala,“ og tæpum tveimur vikum
síðar skrifar Konráð: „Vantar Hulduljóð.“42
Fyrir Jónasi er fegurðin kvenleg, ef ekki konan sjálf. Þetta kemur
vel fram í einu fyrsta kvæði hans, þar sem kvenleikinn og fegurðin
sameinast í fyrirsögninni „La belle“, hin fagra,43 og henni lýst í upp-
talningu atriða:
Mín er meyjan væna
mittisgrönn og fótnett,
bjarteyg, brjóstafögur,
beinvaxin, sviphrein;
hvít er hönd á snótu,
himinbros á kinnum,
falla lausir um ljósan,
lokkar, háls inn frjálsa. (I, 49)
Andstætt foldinni í „Islands minni“, þar sem ekkert er tekið fram um
aldur, er þessi kona ung, hún er meyja og snót, með hárið slegið,
lokkarnir falla lausir, og því þarf hún ekki annað skart. Formið á
kvæðunum er hliðstætt, stutt, meitluð og fögur sýn, og í báðum
42 Brynjólfur Pétursson 1964:47; Konráð Gíslason 1984:68.
43 1 eiginhandarriti er fyrirsögn kvæðisins „La belle“, sbr. Jónas Hallgrímsson 1965:
38. Þessu breyttu útgefendur við fyrstu prentun kvæðisins í „Meyjan mín hin
væna“, hafa ekki kunnað við útlenskuna (Jónas Hallgrímsson 1847:46).