Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 183
SKÍRNIR HVER FJARLÆGÐI LÍK STAÐARBRÆÐRA ? 181
En svo hagar til á heiðinni, að um mjög fáa staði er að ræða, þar sem telj-
andi fjallagrös eru svo nálægt Blöndu, að hugsanlegt sé, að grasakona komi
svo nærri fjöruborði árinnar, sé hún aðeins á göngu, að líklegt sé, að hún
gæti fundið höndina. Þó er um eina mjög sérstæða undantekningu að ræða.
Hún er á svæðinu milli Ströngukvíslar og Þúfnavatnslækjar, einkum þó ná-
lægt miðja vegu þar á milli eða litlu sunnar. En það vill svo einkennilega
til, að einmitt á syðri hluta þessarar leiðar fer Blanda hæst með vorísana á
allri Eyvindarstaðaheiði, þegar hún spyrnir þeim af sér: Það er með hreinum
ólíkindum, hve hátt hún kemst þar. Er á einum stað aðeins fárra metra færi
frá þessu fjöruborði í auðugar grasalendur, þótt ekki séu þær víðar þar.
Þetta verður að teljast líklegasti staðurinn til þess, að áin skilaði hönd Jóns
svo hátt, að hún geymdist, og jafnframt, að hún fyndist í slíkum ferðum.
Eins og fyrr segir var ekki vitað um neinar mannaferðir yfir Kjöl
frá því að Tómas og félagar riðu fram á tjaldhauginn og þar til
komið var með kisturnar fjórar til að færa líkin til byggða — nema
ferð þeirra Jóns á Reykjum, Sigurðar sonar hans og Björns Illuga-
sonar vinnumanns.
Sterkur grunur féll á þá samferðamenn. Sérstaklega lá Jón undir
grun sem forsprakki þessa óhæfuverks. Töldu sumir að hann hefði
jafnvel verið einn að verki. Þeir sóru allir af sér sakir og þvertóku
fyrir að hafa komið að Beinhól enda hefðu þeir farið austur fyrir
hraun og því verið allmarga kílómetra frá þeim stað sem þeir bræður
báru beinin og úr allri augsýn við þann stað. „Því ætti ég, maður
kominn á grafarbakkann að vinna slíkt óhæfuverk" er haft eftir Jóni.
Þeir voru sýknaðir í réttinum að Stóru Seylu, eða réttara sagt, veittur
sýknunareiður gegn sökinni, en krafa þeirra að klausturhaldarinn
[Halldór] væri dæmdur í fjársektir vegna kostnaðar, mæðu og óvirð-
ingar var niður felld af dómnum. Ekki þurftu þeir að bera neinn
málskostnað heldur. Jón Egilsson á Reykjum fékk þó að gjalda fyrir
þótt ekki væri hann dæmdur, því að meðan á málarekstrinum stóð
var hann hrakinn frá ábýlisjörð sinni, Reykjum, og hafðist við í koti
einu skammt frá er hann lést.
Urskurðinum var áfrýjað til lögþingsréttar á Alþingi en sá
dómur komst að þeirri niðurstöðu að sterkar líkur væru á að lík
bræðranna hefðu ekki verið í tjaldinu þegar Tómas Jónsson og sam-
ferðamenn hans komu fyrst að því. Þrjú vitnanna hefðu einungis