Skírnir - 01.04.2012, Blaðsíða 118
116
HJALTI HUGASON
SKÍRNIR
einhvers nákomins eða ógnuðu líkamlegu öryggi þess er fyrir áfall-
inu varð og hann brást við með áköfum ótta og hjálparleysi. Ein-
kenna röskunarinnar getur tekið að gæta nokkrum vikum eða
mánuðum eftir áfall en þau geta varað í mörg ár, orðið flókin, krón-
ísk og færst yfir í varanlegar persónuleikabreytingar, sem og erfið-
leika í starfi og á öðrum mikilvægum samskiptasviðum. Einkennin
geta þó horfið skyndilega ef um einfalda röskun eftir einstakt áfall
er að ræða.21 Persónuleikaþættir og fyrri saga þolanda geta lækkað
þröskuldinn fyrir streituröskun eða gert hana þungbærari. Þessi
atriði skýra hins vegar ekki að röskunin skuli eiga sér stað. Þvert á
móti geta allir orðið fyrir slíkum hremmingum (The ICD-10
Classification of Mental and Behavioural Disorders 1992: 146, 148;
Handbók ... 1999: 80).
Helstu einkenni streituröskunar eftir áfall eru:22
Ágengar endurminningar (endurhvörf), draumar eða martraðir. Tilraunir til
að sniðganga eða komast hjá aðstæðum sem minna á áfallið. Minnisleysi
um ýmis atriði sem tengjast áfallinu.
Kennd um „dofa“ og geðdeyfu, firring í samskiptum, kæruleysi og að-
skilnaður frá öðru fólki, lítil viðbrögð við umhverfinu, vansæld, og minnk-
uð virkni. Vangeta til að tjá tilfinningar.
Tilfinning fyrir því að eiga sér ekki framtíð, til dæmis á framabraut, eða
að eiga möguleika á að lifa venjulegu lífi líkt og aðrir.
Ofurárvekni, sjálfvirka kerfið er ofurörvað með aukinni viðbrigði-
svörun og ofurvirkni en jafnframt svefnleysi (hypervigilan.ee) ásamt til-
heyrandi þreytu, viðkvæmni, einbeitingarörðugleikum og jafnvel skap-
gerðarbreytingum (einkenni: skortur á þolinmæði, reiðiköst).
Kvíði, geðlægð, þunglyndi ásamt blygðunarkennd, sjálfsásökun, minnk-
uðu sjálfstrausti og sjálfsöryggi. Mótun sjálfsvígshugmynda er ekki óal-
21 Gerge 2010:14,17-18; Diagnostic Criteria ... 1994: 209,211; Handbók ... 1999:
80; The ICD-10 Classification of Mental and Behavioural Disorders 1992:147-
148. Við geðlæknisfræðilega greiningu á PTSS/PTSD skal miðað við að ekki líði
lengri tími en sex mánuðir frá áfalli þar til einkenni röskunarinnar koma í ljós. The
ICD-10 Classification of Mentaland Behavioural Disorders 1992:148. Flestir sem
verða fyrir ASD þróa síðar með sér PTSS/PTSD sé ekkert að gert (Friedman
2003: 4).
22 Einkennalýsingin hér að neðan er byggð á Gerge 2010: 17-18, 31; Diagnostic
Criteria ... 1994: 209-210; Handbók ... 1999: 80; The ICD—10 Classification of
Mental and BehaviouralDisorders 1992:148-149; sjá einnig Beck-Friis 2009: 97.