Ný Dögun - 01.11.1991, Page 10

Ný Dögun - 01.11.1991, Page 10
AJý Dogun. 5. 2. Mjög æskilegt er að tilkynning berist á persónulegan hátt og helst milli- liðalaust, þ.e. einhver fari til viðkomandi og flyt ji honum fregnina augliti til auglitis. Þetta á einkum við, þegar um skyndi- dauða er að ræða, t.d. dauðaslys. Víðast hvar kemur það í hlut lögreglu og/eða prests að bera slík vátíðindi til viðkomandi. Ótímabær fréttaflutningur fjölmiðla er hér mjög óheppilegur, tillitslaus og jafnvel hættulegur. Þegar sjúklingur, sem legið hefur á sjúkrahúsi, um lengri eða skemmri tíma deyr og læknir og hjúkrunarfólk hefur komist í gott samband við aðstandendur, er vel hugsanlegt að notast við síma, þegar tilky nna skal dauðsfall. Þá er líka heppilegast, að sá sem best þekkir til hafi samband, tilkynni andlátið og bjóði viðkomandi að koma niður á sjúkr ahús, til þess að hann fái sem gleggstar upplýsingar, og fái að sjá hinn látna, þegar búið hefur verið um hann skv. settum reglum þar um, o.s.frv. I þessum tilfellum hefur oft viðgengist að kalla til prest, ekki síst þar sem hann er sjúkrahúsprestur, og getur hann þá veitt aðstandendum stuðning, og verið þeim til aðstoðar, þegar þeir koma á sjúkrahúsið. Bænastund við dánarbeð (eða í kapellu, sé hún til reiðu, eins og t.d. á Slysadeild) er þá m.a. góð leið til þess að beina sorgarvið- brögðum inn á jákvæða braut. 5. 3. Nauðsynlegt er að tilkynning um andlát sé skilmerkileg og skýr, og rétt sé farið með staðreyndir. Þetta þýðir, að sá sem tilkynnir verður að vita nákvæmlega, hvað hann ætlar að til- kynna. Nafnaruglingur og hvaðeina sem valdið getur misskilningi eða ruglingi er nokkuð sem ekki má koma fyrir. Oft þarf að endurtaka upplýsingamar, sem koma þarf á framfæri, þar sem við- komandi heyrir gjarnan slitrótt og meðtekur óskipulega það sem sagt er. Mun minni hætta er á því að eitthvað misfarist í þessu efni, þegar tilkynning á sér stað augliti til auglitis (sbr. 5. 2.). 5. 4. Mikilvægt er að tilkynning eigi sér einhvem undirbúning, þegar komið er á vettvang, en þó stuttan og ákveðinn. Hér skiptir máli, að sá sem í hlut á sé á einhvern háttundirbúinn að taka við váfrétt, t.d. sitji, haldi ekki á einhverju sem hann gæti misst o.s.frv. Einnig skiptir máli að skynja ástand og umhverfi og reyna að setja sig inn í aðstæður, t.d. hvortbörn eiga í hlut, hvort aðrir sem málið er skylt em á staðnum o. fl. Ekki er ráðlegt að fly tja bömum váfréttir, nema einhver þeim mjög nákominn, þ.e.a.s. einhver sem þau þekkja vel, sé hjá þeim. 5. 5. Tryggja þarf einhverja eftirfylgd. Hér er það haft í huga að syrgjandi sé ekki skilinn eftir einn, þegar sá sem tilkynnir fer aftur. Nauðsynlegt er að kalla til fjölskyldu- aðila, góða vini eða einhverja, sem geta orðið til styrks og hjálpar í þeim eftirmála, sem kemur í kjölfar þess að fá andlátsfregn. Sá sem tekur að sér slíka umönnun hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna, og er þýð- ingarmikill styrktaraðili og sálgæslumaður fyrir hinn sorgmædda. Er þá áríðandi að sá, sem eftir er, sé nægilega ákveðinn til að ráða fram úr því sem gera þarf, en nógu tillits- samur til þess að leyfa syrgjandanum að átta sig. Hér gildir að sýna nærgætni og skilning, sem e.t.v. verður best tjáð með því að vera nálægur, án þess að vera stjórnsamur eða tala í síbylgju. 6. Þetta eru aðeins nokkur atriði, sem komu í huga mér, þegar ég hugsa til þeirra, er þurfa að tilkynna andlát. Sjálfsagt er hægt að búa til ærið margar slíkar reglur og enn fleiri aukasetningar og dæmi. Mestu skiptir að sá sem fer á vettvang auðsýni alúð og nærgætni, ásamt mátulegri ákveðni. Slíkt verður aldrei hægt að kenna algjörlega, heldur verða menn að læra að byggja á eigin hyggjuviti, mannskilningi og vilja til þess að gera sitt besta, í því hlutverki að flytja annarri manneskju sorgarfregn. 10

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.