Ný Dögun - 01.11.1991, Síða 37
/sJý T>ögu*\
Ekki eru allir rannsakendur sammála um
það, hvenær börn fari að ganga í gegnum
heildstætt sorgarferli. En böm sýna missis-
eða sorgarviðbrögð mjög snemma, jafnvel á
síðari hluta fyrsta æviárs. Hins vegar eru
deildar meiningar um það, hver langtíma-
áhrif sorgar í frumbemsku séu. Þó eru flestir
sammála um það, aðbörn þurfi í einhverjum
mæli að fá að vera þátttakendur í sorg
fjölskyldu sinnar.
Ég vil gera að umræðuefni aldurinn fram
til 5-6 ára aldurs. Á þeim aldri þarf sérstak-
lega að hafa í huga, að börnin sjá ekki dauð-
ann sem endanlegan. Þau skilja ekki hvernig
einhver getur verið grafinn í jörðu og
jafnframt verið uppi á himni hjá Guði. Á
þessum aldri eru þau jafnframt sjálfhverf,
sjá sig sem miðpunkt alheimsins og miða
atburðarás hugsanlega við það, sem þau eru
að hugsa eða segja. Þetta er sérstaklega
mikilvægt, ef barn hefur borið kala til þess,
sem er dáinn og getur í eigin huga tengt
dauða viðkomandi við eigin orð og athafnir.
Þetta getur leitt til þess, að börnin finni fyrir
sektarkennd, sem fylgi þeim um langan
aldur.
Jafnframt þarf að skoða vel í h vern búning
við setjum útskýringar okkar trúarlega.
Myndin af afa, sem er á himnum og fylgist
með þér í gegnum gat á himninum virðist
vera sakleysisleg, en hvað ef barnið gerir
eitthvað af sér og fer að óttast þennan afa,
sem allt sér? Eða bænir, sem fela í sér návist
engla, sem bamið þekkir ekki og er þar af
leiðandi hrætt við. Það þarf sem sagt, að
ræða vandlega um þær myndir, sem við
gefum börnum okkar af lífi og dauða.
Þegar börnin eldast, fara myndir af
dauðanum að breytast. Á aldrinum 5-10 ára
má reikna með mótaðri hugmyndum um
endanleika dauðans og jafn vel um himnaríki
og helvíti.
Og svo má reikna með enn frekari brey t-
ingum um eða upp úr 10 ára aldrinum,
þegar börn fara að móta með sér huglæga
mynd af dauðanum, þau fara að spyrja meira
um efnislega orsök og hafa vitsmunalegan
þroska til að spyrja mjög nærgöngulla
spurninga.
Algeng viðbrögð barna við missi eru:
- Þau óttast að vera skilin eftir.
- Myrkfælni.
- Söknuður.
- Sektarkennd.
- Reiði.
- Svefnörðugleikar.
- Áleitnar minningar.
- Námsörðugleikar.
- Líkamleg einkenni.
En missisviðbrögð koma fram við fleiri
aðstæður en við dauða. Missir getur tengst
breytingum á líkamsímynd, búferlaflutn-
ingum, skólagöngu, fæðingu systkina, sem
leiðir til minni athygli foreldra gagnvart
barninu, sem fyrir er, brey tingum á vinahópi,
skilnaði foreldra, alvarlegum veikindum
einhvers í fjölskyldunni, atvinnuleysi for-
eldra, vímuefnanotkun foreldra og svo mætti
lengi telja.
Kistulagning og útför
Eiga börn erindi í kistulagningarathafnir
og útfarir? Hér þarf að hafa í huga aldur
barnanna og þroska, auk þess, sem það
skiptir máli, að kistulagningarathöfnin er
sérstök athöfn fyrir nánustu fjölskyldu, á
meðan útförin er opin athöfn fyrir samfélagið
allt. Að mörgu leyti hentar útfararathöfnin
illa fyrir ung börn, þar sem hún er löng og
ung böm með takmarkaða þolinmæði. Auk
þess þarf að tryggja við útfararathöfnina, að
séu börn viðstödd, þá hafi þau stuðnings-
aðila sér við hlið, sem í mörgum tilfellum
væri ekki foreldri, þar sem foreldrar geta
verið uppteknir af eigin sorg og ekki
meðvitaðir um þarfir bamanna. Hins vegar
er meira svigrúm við kistulagningarat-
höfnina. Hægt er að leyfa börnunum að
mæta snemma og fá útskýringar á því, sem
fyrir augu ber og veita þeim sérstaka athygli.
Ég hvet ennfremur fjölskyldur til að hjálpa
börnunum til að finna sér hlutverk. Það
getur verið svo einfalt sem, að þau fái að
leggja blóm í kistu þess sem dáinn er, eða
mynd, sem þau hafa teiknað.
37